Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

10.03.2021 12:28

Tekið snoðið af 27 feb

Arnar kom og tók af snoðið fyrir okkur og hér er Ronja Rós spennt að fylgjast með ásamt
Jóhönnu,Emil,Sigga og Kristinn.
Arnar kom um hálf 11 og var eldsnöggur að þessu. Ég var svo með mat fyrir þá í hádeginu
hakksúpu og þegar þeir voru búnir að borða voru bara gemlingarnir okkar eftir og hrútarnir svo þetta gekk eins og í sögu.

Hér er hann að taka af Bibba og það biða allir spenntir eftir að sjá hvernig hann kemur út
undan ullinni.

Hér er svo hann Ingibergur kallaður Bibbi svo flottur undan ullinni og hefur stækkað vel
í vetur.

Hér eru gimbrarnar hans Sigga svo stórar og fallegar.

Hér eru kindurnar hans Sigga.

Hluti af gimbrunum okkar.

Lóa og Klara.

Hér er búið að rýja lambhrútana.

Hér er Mínus sonur hann Dagur og hann kemur best út af lambhrútunum og hefur þroskast
mjög vel.

Hér er hann í ullinni.

Hér er nærmynd af Dag svo flottur.

Hér er Þór hann er undan Ask og hér sést hvað rörin hafa virkað vel á að venja hornin.

Settum líka í Óðinn og hornin hans hafa líka farið vel út.

Hér er Óðinn.

Hér er Óðinn án ull og hann er alveg gríðalega langur og fallegur.

Hér eru þeir saman Óðinn og Þór. Óðinn er undan Vask sem er Ask sonur.
Þór fékk tannkýli og hefur látið af út af því og ekki braggast eins vel og hinir Þór er þessi
svartgolsótti. Það voru svo tekin rörin úr þeim áður en tekið var af þeim.

Hér eru svo stóru hrútarnir.

Hér er Ronja að klifra upp í jötu og kindurnar hjá Sigga fylgjast spenntar með henni.

Bibbi er mikill karekter og prílar alltaf upp þegar maður kemur.

Ronja Rós að labba inn í Tungu.

Ronja og Donna í göngutúr.

Ronja að spjalla við Emblu sem er Fáfnis dóttir.

Það verður svo næst á dagskrá að bólusetja fyrstu sprautuna í gemlingana fyrir lambablóðsótt og verður það gert núna um helgina.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar