Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
06.05.2021 12:01Þrílembdur gemlingur hjá Gumma Ólafs Ólafsvík![]() Hér er Gummi með þrílembingana undan gemling sem hann á og þetta eru svakalega flott lömb og mjög stór af gemlings þrílembingum að vera. ![]() Hér er hún svo með flottu lömbin sín og er með þau öll undir sér en það stendur til að taka eitt undan henni þegar næst gefst færi á. ![]() Hann hefur gefið þeim smá með til að létta á henni en annars er hún ótrúlega dugleg að hugsa um þau. ![]() Hér er annar gemlingur hjá honum og eins og þið sjáið er hann með tvö og þau eru bara í sömu stærð og þrílembingarnir. ![]() Þessi er með hrút og gimbur undan Glám sæðingarstöðvarhrút. ![]() Þessi er með fallegar flekkóttar gimbrar. ![]() Embla var alveg að elska alla litina hjá Gumma. ![]() Hér er Gummi að kalla á þær til sín með brauði. ![]() Hér eru þær svo komnar til hans. ![]() Hér er Þoka hún er með þrílembinga undan Glám sæðingarstöðvarhrút en tvö ganga undir henni. ![]() Hér erum við svo komin inn í fjárhús hjá okkur að sýna Ronju lömbin. ![]() Svo gaman hjá þeim systrum. ![]() Hér eru hrútur og gimbur undan Mávadís og Þór. ![]() Ronja og Embla að tala við Gjöf. ![]() Hér tók Embla mynd af mér vera sprauta eina með kalki sem er búnað vera lystalaus og með köld eyru svo hún er með doða. ![]() Ronja Rós prakkari reif prins póló af Emblu systir sinni og eftir að hún komst á bragðið var engin leið fyrir Emblu að fá það aftur. ![]() Embla hennar Emblu bar í gærkveldi. Hún er með gráa gimbur undan Glitni sæðingarstöðvar hrút. Embla er tvævettla undan Fáfni sæðingarstöðvar hrút. ![]() Hér er Melkorka með gimbrarnar sínar undan Viðari sæðingarstöðvar hrút. ![]() Hér er Ronja Rós búnað rífa af sér vettlingana og húfuna alsæl og hleypur um fjárhúsið. Það eru svo fleiri myndir frá heimsókn minni til Gumma hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is