Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

31.05.2021 16:55

Sauðburður

Lóa að fara út með lömbin sín.

Kleópatra gemlingur með lömbin sín undan Bibba.

Ronja Rós í jötunni sem er búið að koma fyrir úti fyrir kindurnar.

Hér eru sæðingar bræður undan Tón og það má segja að það hafi verið aðeins of mikið 
þynnt sæðið úr þessu strái he he fengum bara eitt og hálft lamb nei nei hinn hefur greinlega
verið með klemdan naflastreng og ekki þroskast mikið. Hann lifði svo reyndar bara í tvo
sólarhringa svo misstum við þann litla.

Hinn var alger risi og hitt alger písl svakalegur stærðarmunur á þeim.

Ósk var þrilembd en eitt kom dautt og var það mórautt en þessar sem lifðu eru tvær
gráar gimbrar.

Kolfinna með lömbin sín undan Óðinn.

Móna Lísa með þrílembingana sína undan Kol.

Viktoría með lömbin sín undan Óðinn.

Snærós gemlingur með lambi sitt undan Bjart.

Ronja dugleg að hjálpa mömmu og er að skrifa á pappir eins og ég skrifa á blað númerin
sem ég er að marka lömbin.

Búið að koma henni á að fá smá kaffi og matarkex til að dýfa ofan í það er aðal sportið.

Terta með lömbin sín undan Óðinn.

Stelpurnar að hjálpa til að setja út.

Skotta gemlingur með gimbrina sína undan Kol og hún var tvílembd en hitt var vanið
undir kind frá Sigga.
Einstök með lömbin sín undan Þór.

Kóróna gemlingur með gimbur undan Dag.

Ronja Rós og Dögg saman.

Vinkonurnar flottar saman Freyja Naómí,Embla Marína og Erika vinkona þeirra.

Alltaf verið að reyna finna afþreyingu fyrir Ronju svo hún fari sér ekki að voða meðan ég
er að stússast í kindunum.

Hexia með lömbin sín undan Óðinn.

Dúfa með stóru lömbin sín undan Bjart það er hrútur og gimbur.

Snotra hennar Jóhönnu með lömb undan Bjart.

Hér eru aftur lömbin hennar Hexíu undan Óðinn.

Magga Lóa með lömbin sín undan Bibba.

Mávadís með lömbin sín undan Þór.

Rósa með lömbin sín undan Kaldnasa.

Þrílembingarnir hennar Gurru undan Óðinn.
Birta er með þrílembinga undan Bolta.

Djásn er með þrílembinga undan Dag.

Brussa með gimbrar undan Bolta.

Snædrottning með lömbin sín undan Bolta.

Þrílembingarnir hennar Birtu og Bolta.

Fía Sól með gimbur og hrút undan Kol.

Svala hans Kristins með lömnin sín undan Dag.

Hríma með lömbin sín undan Bolta.

Óskadís með eina mórauða gimbur en sónaðist með 3 eitt var löngu dautt og svo kom bara
fóstur. Svo er Gjöf með henni og hún er með mórauða gimbur líka.

Kvika átti að vera með þrjú líka og það var það sama eitt dautt fyrir löngu og svo fóstur
svo hún er bara með einn hrút. Hann er undan Bolta.

Björt með lömbin sín undan Kaldnasa.

Djásn að fara út með þrílembingana sína.

Þær hafa það flott í girðingunni fyrir utan fjárhúsin og svo fá þær gjöf og fóðurbætir út.
Það var svoleiðis fyrstu vikuna því það vantaði alveg meiri gróður en svo kom rigningin
og þá sá maður liggur við grasið spretta og grænka.

Höfn með lömbin sín undan Bolta.

Gyða Sól með hrútana sína undan Dag.

Birta komin út með þrílembingana sína.

Randalín með eina gimbur frá sér og svo fóstrar hún hrút frá Sigga. Randalín var þrílembd
og það kom eitt dautt fyrir nokkum dögum og hitt kanski dautt fyrir viku og þau voru 
bæði flekkótt mjög leiðinlegt og Randalín er í eigu Kristins.

Hér eru stelpurnar að knúsa hana Emblu sem Embla á og lambið hennar þau eru bæði
svo rosalega gjæf.

Ronja Rós að halda á litla sæðis lambinu sem lifði svo bara í 2 daga það var mjög hentugt
af stærð fyrir hana til að halda á því.

Eina kvöldvaktina komu geldu og hrútarnir að kíkja á okkur upp að fjárhúsum og auðvitað
kom Kaldnasi til Emblu til að fá smá knús og klapp alveg yndislegur hrútur.

Benóný og Ronja að leika sér í jötunni og biða eftir að einhverjar kindur komi.

Jæja þetta er svona miðjan á sauðburðinum sem ég er búnað koma niður hér svo er 
fullt af myndum af þessu hér inn í albúmi.


Það er svo ekki nóg að það sé búið að vera nóg að gera í sauðburði þá erum við líka í 
framkvæmum bæði á klósettinu og svo skiptum við um svalahurð inn í stofu.
Hér eru Emil og Danni að taka hurðina úr og hreinsa allt út.

Rífa allt upp .

Þetta var svo skelfilegt undir allt mjög illa farið og alveg kominn tími til að skipta því það hefur lekið hurðinn í langan tíma og gólfíð er allt fúið og ógeðslegt.

Þeir þurftu að rífa allar flísarnar af en þær komu nú bara auðveldlega af í heilu lagi út af því
að það var allt fúið undir og þeir þurftu að skipta um burðarbita í gólfinu og taka hluta af
gólfplötunni.

Baðherbergið er allt í vinnslu og langt komið á leið.

Hér er svo komin mynd á þetta baðið komið upp og klósettið og innréttingin að fara klárast
svo þetta er mjög spennandi og gaman þegar þetta verður búið. Bói er svo mikill snillingur
hann er búnað vera gera þetta allt fyrir okkur og er svo vandvirkur og góður í þessu við erum honum ævinlega þakklát.

Hér er hann að störfum fyrir utan hjá okkur á fullu að klæða veggina að innan.

Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar