Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

07.06.2021 11:06

Sauðburður að klárast

Gurra með þrílembingana sína undan Óðinn.

Skemmtileg litasamsetning einn hvítur hrútur, svartbotnótt gimbur og svartbotnukrúnótt
gimbur.

Snót er með fallegar gimbrar undan Óðinn.

Hér er hún aftur.

Klara með flotta hrúta undan Þór.

Hér er Klara aftur hún er svo tignarleg og falleg kind.

Hér er Snædrottning með gimbrarnar sínar undan Bolta. Sú flekkótta fékk einhvern
gröft í fótinn svo við urðum að sprauta hana og halda henni lengur inni þangað til það
lagaðist og náðum að kreista út úr sárinu og þá jafnaði það sig.

Kóróna gemlingur með gimbur undan Dag.

Dögg hennar Jóhönnu komin út með tvær gimbrar undan Bjart.

Perla gemlingur fór langt yfir og við héldum að hún hafi gengið upp en nei svo bar hún
greyjið á eurovison kvöldinu og það var orðið svo stórt að það gekk hægt að ná því frá henni og óvíst að það hafi nokkuð verið lifandi því svo var annað löngu dautt í henni og það kom mikil ýlda og ógeð frá henni sem hefur jafnvel verið búið að eitra frá sér í hitt lambið.
Svo hún fer lamblaus út og stækkar þá bara meir í sumar fyrir vikið.

Tuska hans Kristins kom með tvo hrúta alveg óvænt. Ég var reyndar búnað spá því að hún
kæmi með tvö því hún bara fyrir tímann og svo fengu þær svo seint því þær laumuðu sér
yfir til hrútsins og áttu að vera geldar en þess í staðin redduðu þær sér bara og fengu með
honum Kol.

Hér er svo hinn gemlingurinn sem laumaði sér líka yfir það er hún Milla og hún kom
með gimbur undan Kol.

Hérna er svo hún Dís hans Óttars sem ég var með fyrir hann í vetur og hún kom með
stórar og fallegar gimbrar undan Bolta.

Emil fór svo með merina okkar hana Heru inn á Berg til hans Jón Bjarna og fékk að halda
henni undir Sægrím.

Það er allt farið að grænka vel eftir að rigningin lét sjá sig.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar