Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
07.06.2021 11:32Ronja Rós 20 mánaða![]() Ronja Rós okkar dafnar vel og er mjög sterk og ákveðin persóna sem stjórnar öllu eins og herdeild hérnar heima með því að ýmist bræða mann með krúttinu sínu eða af fullri ákveðni og systurnar elska að leika við hana og djöflast í henni en Benóný er nú meira að loka hurðinni og öskra MAMMA Ronja og þá á ég að hlaupa til og ná í hana he he þá er hún að stríða honum og tæta í herberginu hans. Hún er rosalega skír og talar mjög mikið og hún er svakalega dugleg að læra og syngja og telur upp í 10 og jafnvel meira ef maður matar hana þá hermir hún eftir allt sem við segjum. Hún er dugleg að hjálpa mér og vinnusöm ef maður réttir henni eitthvað og biður hana að gefa systrum sínum eða gefa einhverjum bolla fyrir kaffi þá fer hún og réttir ömmu sinni og afa. Traktor og gröfur eru í miklu uppáhaldi hjá henni og mjög fyndið hvað henni finnst það spennandi því það eru svo mikið af gröfum núna í plássinu því það er verið að gera vorverkin í Ólafsvíkinni og laga til. Hún dýrkar að fá að fara í sveitina til Freyju og Bóa þar getur hún verið úti að leika og skottast í hænunum sem hún er alveg að elska og svo eru svo flott leiktæki til að leika sér svo það eru bara spennandi tímar framundan þegar það er komið sumar. ![]() Elskar alveg að fá að koma í fjárhúsin er allt of köld að fara út um allt en það er bara aldurinn sem stjórnar þvi. ![]() Hér er hún með lambið hennar Gurru. ![]() Aðeins að gera A og knúsa það he he. ![]() Gott að taka lúr með Myrru sem passar hana eins og barnið sitt. ![]() Að prófa sundlaugina út á palli í góða veðrinu sem var í maí. ![]() Með Dalíu frænku sem fermdist á Hvítasunnunni og var með veisluna hér fyrir vestan en annars býr hún á Felli í Breiðdalsvík. Hún var alveg stórglæsileg eins og sjá má. ![]() Með Emblu systir að gefa fingurkoss. ![]() Að smakka kríu egg hjá afa Bóa. ![]() Henni fannst þau mjög bragðgóð. ![]() Með Freyju á sjómannadaginn að horfa á leikhópinn Lottu sýna litlu gulu hænuna. ![]() Embla Marína tók þátt í flekahlaupi á Sjómanna helginni og var í fyrsta sæti í sínum flokk og fékk bikar svakalega flott hjá henni. ![]() Freyja Naómí okkar var svo tveim sekundum á eftir henni og varð í öðru sæti alveg glæsilegt hjá þeim. ![]() Benóný með sundlaugabókina sem hann var að búa til í skólanum og ætlar að hafa með í sumar í ferðalag. Við fórum svo í gær á Sjómannadaginn með hann í sund inn á Lýsuhól og það fannst honum mjög gaman og hann var mikið að pæla í hvort hægt væri að setja rennibraut þar þvi þar væri heitt vatn. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is