Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
07.06.2021 12:08Seinustu ær fara út og borið á tún![]() Verið að gera klárt fyrir að bera á. ![]() Og hér byrjar Emil að bera á. ![]() Emil lenti svo í smá klemmu þegar hann var að keyra inn í Kötluholt þá voru rörin undir brúnni þar eitthvað búnað færast til og hann setti traktorinn næstum á hlíðina og Siggi þurfti að draga hann upp. Það verður alltaf að vera eitthvað bras og ævintýri í kringum þetta. Þetta gekk svo allt saman vel út frá þessu. ![]() Á meðan vorum við Kristin upp í fjárhúsum að klippa klaufar og setja út síðustu ærnar. Hér eru sniðugu gemlingarnir sem sáu sjálfir um að redda sér lömbum Milla og Tuska. ![]() Tuska með sína tvo. ![]() Milla með gimbrina sína. ![]() Við ákváðum að keyra Dísu inn í Mávahlíð svo hún myndi fara á réttar slóðir. Hér er Kristinn og Benóný að fá hana út úr kerrunni. ![]() Benóný að halda á einu lambinu meðan Kristinn nær henni út. ![]() Hún stökk út úr kerrunni á mikilli ferð og hitt lambið sem Benóný hélt á varð eftir. ![]() Kristinn læddist að henni á fjórum fótum svo hún myndi ekki styggjast í burtu og fikraði sig nær og nær. ![]() Hún fylgist með honum af athygli. ![]() Svo náði hann að koma því til hennar og hér fer hún með þau bæði. ![]() Hér er hún komin með þau bæði svo flott með gimbrarnar sínar undan Bolta. ![]() Það verður flott ef hún heldur sér í hlíðinni í sumar. ![]() Snjóhvítar og fallegar gimbrar hjá henni sem verður spennandi að sjá í haust. Svo nú er allt komið út og sumarið má fara byrja. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is