Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
18.06.2021 09:48Fyrsti rúntur sumarsins![]() Klara með hrútana sína undan Þór. ![]() Björt með lömbin sín undan Kaldnasa það var svolítil stærðarmunur á þeim þegar þau fóru út en virðast núna vera jöfn að stærð. ![]() Snúlla hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Bjart. ![]() Skvetta hans Sigga í Tungu með lömbin sín undan Dag. ![]() Dúfa sá okkur koma og kom til okkar. ![]() Hér er hún farin að hlaupa þegar Benóný hristir brauðpokann. ![]() Hér er hún svo komin til hans. ![]() Her fær hún svo bitann sinn og þau bæði jafn glöð að hittast. Dúfa er í eigu Jóhönnu frænku Emils og hennar kindur eru svo skemmtilega háðar brauði að þær koma hlaupandi þegar maður lætur skrjáfa í pokanum. ![]() Hér eru lömbin hennar Dúfu hrútur og gimbur undan Bjart. Ég er mjög spennt að sjá hvernig hrúturinn kemur út því Dúfa er afurðarkind mikil og væri gaman að fá gerðina líka upp ef þetta er rétt blanda á þessum hrút. ![]() Snædrottning með gimbrarnar sínar undan Bolta. ![]() Þessi er frá Sigga ég náði ekki alveg að greina hver þetta er hún horfði ekki nógu vel á mig. ![]() Rakst á lambhrútana og hér er Óðinn sem er undan Vask og Bombu. Vaskur er undan Ask. ![]() Þór er undan Snædrottingu og Ask. ![]() Hér er svo Ingibergur eða Bibbi eins og hann er kallaður og svo Óðinn. ![]() Hér eru þeir saman en það vantaði Dag og sá ég hann svo síðar á rúntinum og þá var hann niður á Mávahlíðarhellu með kindum þar svo hann hefur orðið viðskila við þá. ![]() Hér er Hláka hans Sigga með lömb undan Grettir. Grettir er Máv sonur hjá Sigga. ![]() Hér er Gjöf með gimbur undan Kaldnasa. ![]() Hér er gimbrin hennar Rósu hennar Emblu og er undan Kaldnasa. ![]() Snærós gemlingur. ![]() Hrúturinn hennar sem er undan Bjart. ![]() Hér eru geldu gemlingarnir sem voru allir hafðir geldir. ![]() Mávadís með lömbin sín undan Þór. Þór er undan Snædrottningu og Ask. ![]() Ég átti svo afmæli í gær 17 júní og átti frábæran dag sem byrjaði á þessum kinda rúnti og svo var ég með krakkana aðeins á skemmtuninni sem fór fram í Ólafsvík svo var kíkt í heimsókn og fengið sér kaffi og mér færðar smá gjafir í tilefni dagsins alveg yndislegt. Ronja lauk svo reyndar deginum með að fá hita og verða ergileg alla nóttina og með svakalega mikið kvef svo henni var haldið heima í dag. Emil er kominn í útilegu og er að róa frá Skagaströnd og verður þar á næstunni. Embla og Freyja eru á leikjanámskeiði en Benóný er bara heima með mér og við skelltum okkur í sund inn í Grundafjörð um daginn og hann var mjög heillaður af sundlauginni þar og fannst hún mjög flott og fór auðvitað strax að skanna svæðið hvar væri hægt að setja rennibraut ef það yrði einhvern tímann gert. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessum rúnti. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is