Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
20.06.2021 20:42Rúntur 20 júní í Fögruhlíð![]() Sletta hans Sigga með lambadrottningarnar undan honum Ingiberg(Bibba). ![]() Virkilega flottar og tignarlegar. ![]() Það var svo gaman að taka myndir af þeim þær stylltu sér svo vel upp og sjáiði hvað hún er breið og falleg að framan. ![]() Góð lengd í þeim og afturpartur lofar góðu líka svo ég held að við höfum alveg veðjað rétt að hafa tekið hann Bibba að okkur í haust sem næsta kynbóta hrút. ![]() Þetta er Þíða hans Sigga með þrílembingana sína undan Óðinn. ![]() Gletta hans Sigga með hrút og gimbur undan Bolta. ![]() Negla gemlingur frá Sigga með gimbur undan Bibba. ![]() Maríuerlan fylgdist grannt með mér þegar ég var að taka myndir. ![]() Hér er Kleópatra gemlingur með hrútana sína undan Bibba. ![]() Héla hans Sigga með þrílembingana sína undan Þór. Þeir eru mjög jafnir og stórir. ![]() Rakst á Tölu sem Bárður fékk hjá mér í haust. Hún er hérna í Mávahlíðinni með Dögg hennar Jóhönnu. Bárður hornskellir kindurnar sínar svo þær þekkjast vel frá mínum kindum sem hann fékk hjá mér. ![]() Rósa var inn í Mávahlíð líka í hlíðinni með hrútinn sinn og flekkóttu gimbrina undan Kaldnasa. ![]() Ronja að gefa hænunum brauð. ![]() Svo vildi hún taka brauðið aftur. ![]() Hænan var nú ekki sátt við það svo hljóp hún þessi grallari og skrækti í henni hænan er að taka brauðið mitt he he svo gaf hún henni brauðið á endanum. ![]() Það fer vel um þær núna í sveitinni. ![]() Benóný hænsnabóndi að gefa þeim brauð. ![]() Hér er svo ein komin til hans. ![]() Svo fara þau í göngutúr og spjalla. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is