Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

03.08.2021 12:09

Rúntur 1 ágúst kindur hjá Gumma Óla og okkur

Svakalega falleg gimbur frá Sigga í Tungu undan Lottu og Þór. Þór er Ask sonur.

Hér er Lotta með gimbrarnar sínar undan Þór.

Kaldnasi 16-003 hann er undan Magna sæðishrút og Urtu frá Hraunhálsi.

Hann er alveg einstaklega gæfur og hægt að labba að honum og klappa úti.

Grettir hans Sigga 16-449 undan Svört og Máv.

Hér er Snædrottning með gimbrar undan Bolta.

Þessi er gráflekkótt.

Hér sést hin alveg mjallahvít. Snædrottning er móðir Þórs.

Hér er Glæta hans Sigga með hrútana sína undan Bolta.

Þessi er frá Gumma Óla Ólafsvík með flotta þrílembinga.

Hér er nærmynd af þeim.

Hér er Einstök með gimbrarnar sínar undan Þór.

Hér er önnur þeirra.

Hér er hin.

Hér eru sömu gimbrar.

Hér er ein frá Gumma með alveg svakalega fallega hrúta.

Hér er annar þeirra.

Hér er hinn.

Hér er þrílemba frá Gumma Óla. Sú gráa.

Hér er þriðja lambið frá þessari gráu.

Hér er önnur frá Gumma Óla Ólafsvík.

Hér er ein líka frá Gumma Óla.

Þetta er hún Þoka sem ég átti en er í eigu Gumma Óla núna.

Hrúturinn hennar þetta eru fæddir þrílembingar en ganga tvö undir hjá honum.

Falleg kind og skrautleg lömb.

Þessi kind er líka frá Gumma Óla og mér finnst hún alltaf svo falleg og hér er hún með
mjög fallegar gimbrar.

Hér er önnur frá Gumma með alveg svakalega fallega hvíta gimbur þetta verður ásettningur.

Ég var að eltast við hana Hexíu mína til að ná myndum af lömbunum hennar sem virðast
svakalega væn.

Hér eru þau og virðas mjög falleg. Þau eru undan Óðinn sem er Vask sonur.

Hér sjást þau að framan vel hvít og flott.

Þetta verður spennandi að fylgjast með.

Ronja Rós að tína blóm.

Djásn með þrílembingana sína undan Dag.

Þessi er stærstur af þeim.

Hér er gimbrin hvít og falleg.

Hér fer hún svo með þau. Djásn átti bestu gimbrina í fyrra hjá okkur.

Ronja Rós að taka þátt í heyskap og raka.

Ronja Rós að sitja á rúllunni orðin 22 mánaða 27 júlí.

Emil að skoða nýju sláttuvélina sína sem hann var að fjárfesta í frá Helga á Rifi.

Fékk frábæra vini í heimsókn um daginn þegar þau áttu leið um Snæfellsnesið þau Birgitta
og Þórður og strákarnir frá Mörðuvöllum komu til okkar og auðvitað fengum við Birgitta
árlegu myndina af okkur ég nefnilega náði ekki að koma til hennar í heimsókn þegar við vorum fyrir norðan svo það var gaman að þau skildu koma vestur. Birgitta er rosalega
dugleg að blogga og bloggar á hverjum degi og er með síðuna sína hér.

Hér eru Emil og Bói að taka saman rúllurnar af túninu í Kötluholti.

Hér fara þeir af stað með þetta inn í Tungu.

Freyja og Ronja Rós að týna ber sem eru aðeins farin að koma.

Ronja ´Rós að halda einhverja ræðu.

Freyja var svo rosalega dugleg að labba með henni og skoða ber.

Með hausinn upp úr hólnum he he.

Það eru svo miklu fleiri myndir af fénu hans Gumma og þessu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 853
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 715808
Samtals gestir: 47209
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 21:19:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar