Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
14.08.2021 10:50Rúntur 12 ágúst![]() Gurra með þrilembingana sína undan Óðinn. ![]() Hér er ein gimbrin. ![]() Hér er hin. ![]() Hrúturinn. ![]() Betri mynd af honum. ![]() Hér eru þau að fara. Ég tók Donnu hundinn minn með mér og þá eru þær svo forvitnar að þær koma alveg til mín svo er ég á hnjánum og þá stendur þeim engin ógn af mér og koma miki nær heldur en að ég myndi standa. ![]() Snædrottning með gimbrarnar sínar og svo eitt aukalamb sem er undan kind frá Sigga. ![]() Hérna er gráflekkótta gimbrin svo flott hún er undan Bolta. ![]() Hér er gimbrin hans Sigga. ![]() Hér er hin gimbrin hennar Snædrottningu. ![]() Embla og vinkona hennar Erika að gæða sér á berjum. ![]() Ronja át nú berin svo bara frá þeim he he. ![]() Glæta hans Sigga með hrúta undan Bolta. ![]() Langir og fallegir hrútar ég er samt ekki viss hvort Glæta eigi þennan svarta gæti verið að hún sér með tvo hvíta. ![]() Snúlla hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Bjart. ![]() Héla hans Sigga með þrjá hrúta undan Þór. ![]() Mjög flottir þrilembingar og svo jafnir. ![]() Hér sjást bolarnir hennar. ![]() Mjög fallegur þessi. ![]() Hér er önnur frá Sigga aðeins að klóra sér á bakinu. ![]() Hænunum hjá Benóný líður vel í sveitinni hjá Freyju og Bóa. ![]() Hér er Brussa ein uppáhalds kindin mín með svakalega fallegar gimbrar undan Bolta. ![]() Dís hans Óttars með gimbrarnar sínar undan Bolta. ![]() Hér sjást þær betur þær fæddust seint í byrjun júní. ![]() Kleópatra gemlingur undan Brussu með sína hrúta undan Bibba þeir eru mjög stórir og flottir miðað við gemlings lömb og ganga báðir undir. ![]() Hér sjást þeir líka fremstir. ![]() Gimbur undan Brussu og Bolta. ![]() Hér er hin á móti. ![]() Hér er Brussa með gimbranar sínar aftur. ![]() Kleópatra með hrútinn sinn og svo er hinn fyrir aftan hana og svo gimbrin hennar Brussu. ![]() Dís með sínar gimbrar ég veit ekki alveg í hverju þær hafa lent því ullin á annari þeirra er svo nudduð eins og hún hafi nuddað sig eða fengið hita. ![]() Lotta hans Sigga með gimbrar undan Þór. ![]() Þær virka svakalega sverar og fallegar. ![]() Hér er sú gráa hún er rosalega falleg. ![]() Hér er Birta með þrilembingana sína undan Bolta. ![]() Hér sést hrúturinn betur. ![]() Önnur gimbrin. ![]() Hér sjást þau saman öll mjög jöfn og falleg. ![]() Hér er Bella hans Sigga með hrúta undan Bolta. ![]() Emil og Bói að ganga frá tækjunum inn í hlöðu inn í Mávahlíð fyrir veturinn. ![]() Fórum og heimsóttum ömmu hans Emils í Kotstrandarkirkjugarðinn hún hét Árný Anna Guðmundsdóttir við höfum komið þar við þegar við eigum leið þarna framhjá. ![]() Benóny kláraði seinustu rennibrautina á landinu sem var Reykholt en ég á eftir að gera langt og mikð blogg um það seinna en þá er hann búnað klára allar rennibrautirnar og nú vill hann halda áfram og taka gopro videó í þeim öllum og hann er búnað taka myndbönd í nokkurm. Það eru fleiri myndir af kinda rúntinum hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 165 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 977 Gestir í gær: 40 Samtals flettingar: 1472523 Samtals gestir: 76835 Tölur uppfærðar: 13.3.2025 17:51:31 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is