Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
25.09.2021 12:31Smalað 17 og 18 sept Búlandshöfði og Svartbakafell![]() Við Kristinn byrjuðum að smala inn fyrir Búlandshöfða föstudaginn 17 sept og ´Dóra og Bárður komu og hjálpuðu okkur. Emil var bílstjóri hann var búnað vera róa á Sauðakróki en náði að fá frí yfir smala helgina og næstu viku. Hér má sjá hvar ég byrjaði og það sést þarna í Kirkjufellið í baksýn. ![]() Kristinn tók þessa mynd þegar við vorum að ganga undir Búlandshöfðanum og niður í Búlandi. Þarna sést hvar kindurnar fara kindagötu undir hlíðinni fyrir neðan þjóðveginn sem sést hér fyrir ofan. ![]() Hér halda þær áfram undir og hér sést hversu bratt þetta er undir og falleg náttúra. ![]() Kristinn tók þessa mynd af mér með Ólafsvíkur Ennið í baksýn og hér erum við búnað ganga undir Höfðanum og erum að nálgast Mávahlíðarhelluna. ![]() Hér er svo Kristinn á svipuðum stað undir Höfðanum. ![]() Áfram gakk alveg að vera kominn yfir Höfðann og niður á Mávahlíðarhellu. ![]() Hér sést hvar Kristinn kemur á eftir þeim og ég fór upp á veg og elti eina sem var að reyna að skjóta sér upp. ![]() Hér erum við komin yfir og nálgumst Mávahlíðarhelluna. ![]() Hér er Dóra komin á Mávahlíðarhelluna. ![]() Ég fór efst upp í Mávahlíðina og náði í hana Lóu mína og mórauða gengið sem geta verið frekar óþekkar við mig. En þær voru bara nokkuð þægar núna. ![]() Hér er ég upp í hlíð og á veginum er Bárður á hvíta bílnum. ![]() Hér eru hrútarnir Bolti, Kolur og Sprelli og Kristinn að reka þá og hér erum við komin fyrir ofan Mávahlíð í hlíðina. ![]() Hér er ég upp í hlíð alveg við Mávahlíðargilið og hér sést útsýnið yfir Mávahlíð. ![]() Ég hélt svo áfram út hlíðina og fór yfir Tröð og yfir í Fögruhlíð og stóð þar fyrir meðan Emil keyrði Sigga í Tungu og Kristinn upp í Fögruhlíð þar sem þeir fara upp á Sneið og stugga við fénu þar niður og þá þarf ég að bíða og verða viðbúin ef þær ætla halda áfram framm hjá mér. Fyrir neðan mig var svo Magnús Óskarsson frændi Gumma að aðstoða okkur. ![]() Hér erum við búnað koma þeim niður og erum að reka þær niður Fögruhlíðina. ![]() Hér eru svo veturgömlu hrútarnir þeir voru lengst upp í hlíð. ![]() Hér erum við komin með féð alveg niður með Kötluholti og áleiðis inn í Tungu. ![]() Hér eru strákarnir búnað fanga einn hrút sem var að gefast upp og henda honum upp á kerru inn í Fögruhlíð við Holtsána. ![]() Embla Marína og Erika vínkona hennar voru svo duglegar að smala. ![]() Hér er allt á réttri leið inn í Tungu. ![]() Flottir smalar hér á ferð Kristinn,Magnús Óskarsson,Guðmundur Ólafsson og Emil að fara reka inn. ![]() Emil og Maggi að virða fyrir sér féið. ![]() Terta með sín lömb undan Óðinn. ![]() Ósk með sínar gimbrar undan Kaldnasa. ![]() Flott þrílemba hér frá Gumma Óla Ólafsvík. ![]() Móna Lísa hörku kind með þrílembingana sína sem gengu allir undir öll mógolsótt nema ein er með sokka líka. ![]() Dúfa hennar Jóhönnu með gimbrina sína undan Bjart og svo er svört gimbur frá Sigga sem fylgir henni. ![]() Snærós gemlingur með hrútinn sinn. ![]() Hér er verið að reka inn fyrri daginn sem sagt föstudaginn þegar við smöluðum Búlandshöfðann og Mávahlíðina inn af Fögruhlíð. ![]() Daginn eftir skiptum við okkur svo að Siggi ,Hannes og strákarnir og Kristinn fóru upp á Fróðarheiði og gengu þar yfir í Hrísar og þar fór Kristinn niður og hinir héldu svo áfram og í átt að Svartbakafellinu. ![]() Ég,Maja systir og Óli maðurinn hennar og Embla,Freyja og vinkonur þeirra Erika og Hekla fórum upp inn í Fögruhlíð fyrir ofan sumarbústaðinn hans Ragga frænda og Sigrúnar og gengum þar upp ,upp lengst yfir allt og alveg þar til við vorum búnað labba gamlan rafveitu veg upp á topp alveg upp fyrir Urðir sem sýna útsýni yfir í Svartbakafell og Rjómafoss. ![]() Það var hvílt sig inn á milli enda kraftmikill ganga að labba svona upp í móti svona lengi. Stelpurnar voru svo duglegar og stóðu sig svakalega vel. ![]() Og áfram lá leiðin lengra upp og Óli svoleiðis stakk okkur af í sínu fanta formi og blés ekki úr nös meðan við hin vorum að andast að komast þetta he he í engu formi. ![]() Hér erum við komin vel upp og sést hér fallegt útsýni yfir í Ólafsvík sem er fjallið lengst í burtu fyrir aftan þær. Embla Marína,Hekla Mist, Erika Lillý og Freyja Naómí hörku duglegar smala stelpur. ![]() Nú skiptum við okkur og Óli og Maja fara lengra upp og kíkja upp í Fossakinnar og upp í Bjarnaskarð og við höldum áfram inn Urðirnar. Það sést svo hérna niður að Svartbakafelli og sést í Rjómafossinn. ![]() Hér erum við farin að fikra okkur nær og hér er Hekla og Freyja með Rjómafossinn í baksýn. ![]() Embla og Erika líka nema við erum komin enn þá nær og erum að fara lækka okkur til að komast í Hríshlíðina við Rjómafossinn. ![]() Ég var búnað labba alla leið niður að Hríshlíðinni og skildi stelpurnar eftir þar svo þurfti ég að fara upp aftur til að vera á undan kindum að komast upp á Sneið aftur og svo þegar ég var búnað koma mér þangað voru stelpurnar búnað vera svo duglegar að þær voru komnar með kindurnar niður að Rauðskriðumel og Emil tók þær upp í bíl og þau ráku þær kindur áleiðis. Ég varð því að labba aftur til Maju að Hríshlíðinni og niður að Rjómafossi og reyna komast yfir hann en það var of mikill straumur og mikið vatn í gilinu svo ég sneri við og þá voru Óli,Siggi og Maja búnað ná að komast í veg fyrir þær meðan ég var í þessum vatnsleikja æfingum að reyna komast yfir. ![]() Hér má sjá hvar féið kom niður hjá Ragga og Sigrúnar bústað. ![]() Hér er Emil að taka á móti stelpunum þegar þær komu niður með kindurnar hjá Rauðskriðu melinu og hér sést í Glaumsgil og Tröllagil. ![]() Við komumst svo öll niður og fórum niður með ánni og yfir hana og yfir í Holtstungurnar og svo hófst eltingarleikur þegar við vorum komin niður að Fögruhlíð þá tóku sumar straujið yfir brúna og yfir að Tröð en Emil og Óli náðu að komast í veg fyrir þær ásamt krökkunum og reka þær til baka. ![]() Hér er verið að reka heim að Tungu. ![]() Freyja og Hekla smalastelpur. ![]() Það var heilmikið sport að fá far með kerrunni þegar þurfti að pikka einhverjar kindur upp. ![]() Hér er Hekla ,Hrannar og Benóný að halda einni kind meðan Emil fór að sækja kerruna. ![]() Allt að gerast. ![]() Maja og Kristinn. ![]() Benóný,Freyja,Hrannar og Hekla. ![]() Hér er svo rekið inn. ![]() Það voru svo flottar veitingar sem biðu okkar þegar við komum. Jóhanna og mamma sáu um að koma kaffinu og kökunum fyrir og mamma gerði vinsælu brauðtertuna sína og ég gerði marenstertuna og svo pöntuðum við stóru réttarkökuna hjá Jón Þóri bakara. Jóhanna bakaði brauð og var með kjúklingasúpu við keyptum 6 pakka af tilbúni súpu í bónus. Helga hans Kristins kom líka með skúffuköku og heimabökuð súkklaðihorn. ![]() Það heimtist vel í þessum báðum leitum og mig vantar aðeins 4 kindur og við vitum svona nokkurn veginn hvar þær geta verið í Búlandshöfðanum. Kristinn var mjög óheppinn honum vantar tvær kindur og lömbin skiluðu sér svo hann verður að velja sér nýjar til ásettnings. Við fórum svo aftur upp á fjall inn í Búlandshöfða eftir kaffið í Tungu og þar voru kindur sem við vissum að vantaði og við gáðum fyrst upp í Grensdali en þar var ekkert nema ókunnugar kindur sem tóku strax á rás þegar þær sáu okkur og þá fór Siggi alveg upp og gáði betur upp á fjalli og fann þær þar. Ég og Embla fórum aftur niður en Kristinn fór upp til Sigga og þeir ráku þær svo uppi alla leið að Fögruhlíð og ráku þær svo niður þar. Svo gekk það allt saman vel og við fórum svo að klippa rassullina þegar var búið að ná þeim alla leiðina inn í fjárhús. ![]() Þessi er alveg gullfallegur og erum við mjög spennt hvernig hann kemur út hann er undan Kolfinnu og Óðinn. ![]() Hér er ein mógolsótt undan Lóu og Kol. ![]() Hér eru stelpurnar með minni hjálp búnað spekja þennan. ![]() Hér erum við að vigta. Emil og Kristinn að draga og Siggi á vigtinni. ![]() Krakkarnir spenntir í þessu með okkur. ![]() Freyja og Erika kátar. ![]() Embla,Hrannar og Freyja að prófa að draga. ![]() Fallegur undan Tertu og Óðinn þessi svartflekkótti hrútur með smá botnóttan lit í framan og fótum. ![]() Þessi flekkótta er undan Möggulóu og Bibba. ![]() Fallegar systur undan Lóu. ![]() Erika og Embla með Ljúf sem Embla skýrði. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is