Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

27.09.2021 09:38

Stigun 20 sept 2021

Torfi og Árni komu og stiguðu hjá okkur og alltaf jafn gaman að fá þá.

Þetta er alltaf mjög heilagur dagur og mikil spenna.

Alltaf stutt í stríðni og glens þegar Emil er viðstaddur.


Við létum stiga 70 lömb af 74 . Það var eitt gallað og eitt svo lítið undan gemling seint fædd og svo voru 2 hrútar sem við létum renna í gegn því þeir náðu ekki 30 í ómv og voru tvílembingar undan gemling sem gengu báðir undir og uppfylltu ekki alveg kröfur okkar.

Við vigtuðum á sunndeginum og var meðalvigtin hjá okkur 46,8 af 74 lömbum en í fyrra var hún 45 af 133 lömbum svo hún hækkar um 1,8 kg núna.


25 lambhrútar voru stigaðir

1 með 90,5 stig

1 með 89,5 stig

5 með 88    stig

4 með 87,5 stig

4 með 87   stig

2 með 86   stig

1 með 85,5 stig

2 með 85    stig

1 með 84    stig

1 með 83,5 stig

1 með 83   stig

1 með 81,5 stig

Meðaltal í stigum er 86,5 stig.

Læri hjá hrútunum var að meðaltali 18,2 og hljóðaði lærastigun svona:

6 með 19

5 með 18,5

9 með 18

4 með 17,5

1 með 17

Bak hjá hrútunum var að meðaltali 9 og hljóðaði bak mæling svona:

5 með 9,5

15 með 9

5 með 8,5

Ómvöðvi var að meðaltali 31,8 hjá hrútunum og hljóðaði hann svona:

1 með 38

1 með 36

1 með 35

3 með 34

4 með 33

2 með 32

5 með 31

3 með 30

2 með 29

3 með 28

Meðaltal á lögun var 4,3

Meðaltal ómfita var 3,3

Meðaltal malir 8,9

Gimbrar voru 45 stigaðar

36 af 45 voru með 30 í ómvöðva og yfir hæðst 38 í ómv og meðaltal var 31,5

Frampartur

6  með 9,5

28 með 9,0

10 með 8,5

1   með 8,0

Meðaltal 8,9

Læri

3 með 19

10 með 18,5

23 með 18

8 með 17,5

1 með 17

Meðaltal 18,1

Meðaltal lögun 4,2

Meðaltal ómfita 3,3


Þessi verður sett á og er á móti hrút sem við setjum á hún er 48 kg 37 ómv 4,5 lag 9,5 framp
og 18,5 læri. 

Hrúturinn á móti 60 kg 110 fótl 38 ómv 4,6 ómf 4,5 lag . Þau eru undan Hrímu og Bolta.

8 9,5 9 9,5 9,5 19 8,5 8 8,5 alls 89,5 stig

Þessi er undan Brussu og Bolta og Kristinn fær hana hún er undan minni uppáhalds kind og
ég set hina systirina á. Þessi er 52 kg 35 ómv 4,5 lag 9 framp 18 læri

Hér er hin systirin sem ég set á hún er 56 kg 35 ómv 4 lag 9,5 framp 18,5 læri svakalega fallegar systur og jafnar.

Hér er Siggi með einn svakalega gæfan undan Ingiberg eða Bibba eins og við köllum hann og Bibbi var að koma mjög vel út hjá okkur og passaði vel á féið og gaf mjög öflug lærahold.

Krakkarnir fengu frí í skólanum til að vera viðstödd þennan merkisdag hjá okkur og velja með okkur ásettninginn.

Þessi er tvílembingur undan gemling og gengu báðir undir og hún er undan Viðari sæðishrút og stigaðist svona 46 kg 32 ómv 4,5 lag 9,5 framp 18,5 læri  og hin á móti var 40 kg og með
29 ómv 4 lag 9 framp og 18 læri mjög þungar og flottar tvílembings gimbrar undan gemling.

Embla Marína dóttir okkar valdi þessa undan Rósu og Kaldnasa 46 kg 30 ómv 4 lag 
9 framp og 18 læri.

Ronja Rós fékk þessa flekkóttu gimbur undan Bibba og Möggu Lóu.
43 kg 32 ómv 2,6 ómf 4 lag 9,5 framp 18,5 læri.

Elsku Ronja Rós okkar er búnað vera svo veik alveg síðan á föstudaginn 17 sept og það hefur sett strik á það ég hafi ekki verið búnað koma þessu bloggi hér fyrr inn. Hér er hún með Jóhönnu frænku í fjárhúsunum á meðan við vorum að velja ásettningin fyrir okkur áður en kaupendur færu að koma og skoða.

Þetta er hún Móna Lísa sem gekk með alla þrílembingana undir sér og vigtuðu þeir alls 
143 kg og þau eru undan Kol sem er mógolsóttur heimahrútur hjá okkur.

Ég set þessa á undan henni og hún er 45 kg 30 ómv 9 framp 18 læri .

Þessi er svo gullfalleg stór og mikil að ég varð að setja hana líka á hún er undan Lóu og er mógolsótt tvilembingur 47 kg 31 ómv 6,7 ómf 4 lag 9 framp 18 læri.

Þessi mórauða er líka ásettningur hjá okkur undan Fíu Sól og Kol 48 kg 30 ómv 17,5 læri
á svo eftir að gera ýtarlegri umfjöllun um ásettningin þegar við tökum lömbin inn í haust.

Við setjum þennan á hann er undan Kolfinnu og Óðinn.
56 kg 33 ómv  3,0 ómf 4,5 lag 109 fótl 
8 9 9 9 9,5 19 8 8 8,5 alls 88 stig.

Hér er Benóný búnað spekja hann og líka annan kollóttan sem við ætlum að eiga og er 
sæðingur undan Tónn og er 69 kg 33 ómv 7,3 ómf 4 lag 
8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 9 alls 88 stig.

Hér er Rósin okkar hún Ronja Rós í fjárhúsunum.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af stiguninni.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar