Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
27.09.2021 13:00Hrútasýning veturgamla 2021Hrútasýning veturgamla var haldinn á Hömrum hjá Bárði og Dóru föstudaginn 24 sept. Það var vel mætt á hana og voru milli 40 og 50 manns. Jóhanna gerði fyrir mig gúllassúpu og var hún rosalega góð og svo fengum við brauð hjá Eiríki og Dóra gerði salat. Ég bakaði eina skúffuköku og Dóra var með svo meira meðlæti sem var fyrir þegar það var stigað hjá þeim. Það voru 26 veturgamlir hrútar mættir á sýningu. Aðeins 2 voru kollóttir af þessum gripum. ![]() Við áttum besta veturgamla hvíta hyrnda hrútinn hann heitir Óðinn og er undan Vask sem var Ask sonur og Askur var undan Kalda sæðingarstöðvarhrút. Móðir er Bomba sem er Mávs dóttir. ![]() Hér er hann Óðinn 20-001 96 kg 41 ómv 7,5 ómf 4,5 lag 117 fótl 8 9 9,5 9,5 9,5 19 8 8 9 alls 89,5 stig. ![]() Dagur 20-003 undan Sóldögg og Mínus sæðingarstöðvarhrút er frá okkur líka og var í 2 sæti 95 kg 38 ómv 4,9 ómf 4,5 fótl 119 8 9 9 9,5 9,5 19 9 8 8 alls 89 stig ![]() Hér er Árni að lesa upp hvítu hyrndu hrútana og Ólí á Mýrum átti hrút í 3 sæti sem er undan Amor 17-831 og ær 18-006 92 kg 5,8 ómf 4,5 lag 119 fótl 8 9 9 9 9 19 9 8 9 alls 89 stig. ![]() Jón Bjarni og Sól með besta mislita hrútinn undan Jökul og Drottningu. 97 kg 37 ómv 6,1 ómf 4,5 lag 116 fótl 8 9 9 9 9 19 8 8 8,5 alls 87,5 stig. ![]() Þór 20-002 er frá okkur og var í öðru sæti hann er undan Ask og Snædrottningu. 77 kg 38 ómv 5,5 ómf 5 lag 120 fótl 8 9 9 9,5 9 19 7,5 8 8,5 alls 87,5 stig. ![]() Guðfinna á Kverná var með hrútinn í þriðja sæti sem var frekar óþekkur við hana eins og sést hér hann er svartur á litinn og er undan Klett 18-602 80 kg 34 ómv 4,9 ómf 4 lag 119 fótl 8 9 9 8,5 9 19 8 8 8 alls 86,5 stig ![]() Guðfinna á Kverná með besta veturgamla kollótta hrútinn. Hann er undan Bjart 17-023 og móðir 16-083 83 kg 33 ómv 5,4 ómf 4 lag 121 fótl 8 9 9 8,5 9 17,5 9 8 8,5 alls 86,5 stig í öðru sæti var svo kollóttur mórauður hrútur frá Bibbu og Valla Grundarfirði. 88 kg 29 ómv 5,8 ómf 3,5 lag 130 fótl 8 9 9 8 8,5 17,5 8 8 8 alls 84 stig ![]() Hér er einn fallega mórauður veturgamall frá Jóa og Auði Hellissandi. ![]() Hér er Ingibergur ( Bibbi) hans Sigga. ![]() Hér eru farandsbikararnir fyrir veturgömlu sýninguna. ![]() Hér er Sigvaldi að ómmæla og ég var ritari á sýningunni og Kristinn var aðstoðar hlustari fyrir mig því ég heyri svo illa. ![]() Hér eru kátir menn Ólafur á Mýrum, Hallur á Naustum og Gunnar á Kolgröfum. ![]() Jói, Þórsi,Elfa og Hildur voru hress og lukkuleg með sýninguna. ![]() Hér er verið að skoða mislitu hrútana. ![]() Krakkarnir skemmtu sér vel og sýndu mikinn áhuga. ![]() Hér var einhver góður brandari sagður og mikil gleði á myndinni. ![]() Hér er Árni að skoða hvítu hyrndu og Friðgeir á Knörr mætti með sína hrúta og hann situr þarna aftast í appelsínugula gallanum. ![]() Hér eru Árni og Sigvaldi að tala sig saman um úrslitin og krakkarnir fylgjast með af miklum áhuga. ![]() Hér má sjá hluta af fólkinu sem var mætt á sýninguna. ![]() Emil og Lárus Hannesar í góðum gír Lárus að rétta Emil bikarinn fyrir besta hyrnda hrútinn og segja honum að nú eigi hann að kenna honum að rækta kindur eins og hann kenndi honum að vera hestamaður en Emil var mjög efnilegur knapi hér áður og keppti oft á hestbaki og þá var Lárus lærimeistarinn hans og þjálfaði hann meðal annars fyrir landsmót. Það eru svo fleiri myndir hér inn í mynda albúmi af sýningunni og fleira. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is