Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
06.10.2021 13:19Ronja Rós 2 ára 27 septElsku Ronja Rós okkar fagnaði 2 ára afmælinu sínu helgina 25 sept á laugardeginum og þá kom fjölskyldan saman í afmælisveislu hjá henni. Hún var rosalega kát og fannst mjög gaman að fá pakkana og opna. Hún segir reyndar enn þá að hún sé eins árs en það tekur tíma að venjast að segja að nú sé hún tveggja ára. Hún er órúlega skýr og talar við mann eins og hún sé mikið eldri en hún er og á hún það örugglega systkynum sínum að þakka því þá verður hún fljótari til þegar hún er með margar fyrirmyndir. Hún elskar að syngja og kann mörg lög og er mjög músik glöð og elskar að hlusta Bassa með systtrum sínum og dansa í takt við lagið. Hún er rosalega stríðin og mikill prakkari vinnusöm og til í að hjálpa til við allt sem hún má gera eins og hún hjálpar mér að taka úr þvottavélinni og setja í þurrkarann og svo brjóta saman og rétta öllum sín föt til að setja inn í skáp en svo getur líka komið púki í hana og ruglað öllum fötum hjá mér sem ég er búnað brjóta saman. ![]() Hún varð svo tveggja ára mánudaginn 27 sept. ![]() Hér er hún um morguninn á 2 ára afmælinu sínu á leið í leikskólann. ![]() Svo mikið krútt. ![]() Fékk þessa fínu kórónu á leikskólanum. ![]() Að blása á afmælistertuna sem var frá Jón Þóri bakara og við settum Gurru Grís á hana. Gurra Grís er í miklu uppáhaldi hjá henni. ![]() Fékk þessa fallegu dúkku og prinsessu kjól frá Karítast frænku og Danna og Maju og Óla. ![]() Fékk þessa flottu dúkku kerru frá Jóhönnu frænku. ![]() Með ömmu Huldu. ![]() Þetta fékk hún frá ömmu Huldu og líka Didrikson úlpu. ![]() Hún fékk bátinn frá systkynum sínum og þennan glæsilega púða frá Freyju ömmu og afa Bóa. ![]() Að borða með Karítast uppáhalds frænku sinni. ![]() Flott saman Benóný Ísak,Bjarki Steinn frændi , Freyja Naómí,Ronja Rós,Embla Marína og Erika Rún vinkona Emblu. ![]() Svo gaman að opna pakkana. ![]() Hér er hún að opna líka við gáfum henni playmó dublo hús lítið með rennibraut og rólu. ![]() Í fjárhúsunum með mömmu sinni að gefa. ![]() Inn í sveit hjá ömmu Freyju og Bóa afa ,hún elskar að fá að fara leika í sveitinni. ![]() Gúgg gú hér er ég að fara í rennibrautina. ![]() Og prófa hjóla en kemst ekki mikið áfram í grasinu. ![]() Með Benóný bróðir og hænunni. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is