Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
19.10.2021 14:47Héraðssýning lambhrúta 2021 úrslitSeinni sýningin var um kvöldið sama dag kl hálf 9 um kvöldið og þar var líka vel mætt um rúmlega 40 manns. Það var vel tekið á móti fólki með veitingum frá Ásbyrni og Helgu á Haukatungu Syðri 2 sem héldu sýninguna. Það voru 5 kollóttir, 2 mislitir og 11 hvítir hyrndir sem mættu til keppnis við þá sem voru svo vestan megin efstir í hverjum flokki. Sigríður Ólafsdóttir og Stella G Ellertsdóttir voru dómarar líka á þessari sýningu. ![]() Hér má sjá mislitu hrútana í uppröðun hér. Á myndinni eru Gísli Mýrdal og Atli Dalsmynni ![]() Hér eru kollóttu hrútarnir 5 austan megin. ![]() Hér eru 5 efstu hyrndu í uppröðun austan megin. ![]() Hér er verið að skoða hvítu hyrndu fyrir uppröðun. ![]() Hér er bleika slaufan þema og flottar kræsingar og farandsskjöldurinn fagri til sýnis. ![]() Þessir verðlaunagripir voru líka afhentir fyrir besta í hverjum flokk hér er fyrir hvitu hyrndu. ![]() Þessi fyrir kollótta í fysta sæti. ![]() Og svo besti misliti kollóttur eða hyrndur. ![]() Kristinn og Guðbjartur á Hjarðarfelli. ![]() Heiða á Gaul, Guðmundur Ólafsson,Emil og Eyberg á Hraunhálsi. ![]() Hér er komið að því að dómararnir eru búnað komast að niðurstöðu hverjir eru bestir og hér eru Stella og Sigríður tilbúnar að fara kalla upp verðlaunahafa. ![]() Í mislita flokknum var Dalsmynni með besta hrútinn og í örðu sæti var hrútur frá Halli á Naust en hann var ekki viðstaddur á sýningunni og svo var hrútur frá Laugu og Eyberg í þriðja sæti. Á myndinni eru Lauga á Hraunhálsi og Halla frá Dalsmynni. ![]() Hér er besti misliti hrúturinn 2021 frá Dalsmynni undan hrút frá Dalsmynni nr 20-201. 1. sæti 46 kg 109 fótl 33 ómv 2,6 ómf 4,5 lag 8 8 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 86 stig. 2. sæti Hallur Pálsson Naust lamb nr 83 svartur undan hrút nr 18-602 53 kg 107 fótl 37 ómv 4 ómf 4,5 lag. 8 9,5 9 9,5 9,5 19 8 8 9 alls 89,5 stig. 3. sæti Eyberg og Lauga Hraunhálsi lamb nr 136 svartbotnóttur undan Hraunhöfða. 48 kg 108 fótl 32 ómv 3 ómf 4 lag 8 9 9 9 9 19 8 8 8 alls 87 stig. ![]() Hér eru vinningshafar í kollóttu. Á myndinni eru Helga Haukatungu Syðri 2, Guðlaug frá Hraunhálsi og Brynjar í Bjarnarhöfn. 1.sæti er frá Haukatungu Syðri 2 hrútur nr 1449 og faðir Tilberi. 54 kg 110 fótl 32 ómv 5,2 ómf 4,0 lag 8 9 9,5 9 9,5 19,5 7,5 8 8,5 alls 88,5 stig. ![]() Hér er besti kollóttu hrúturinn frá Ásbyrni og Helgu Haukatungu Syðri 2. 2.sæti er frá Hraunhálsi hrútur nr 44 og faðir er Grjóthóll. 57 kg 110 fótl 40 ómv 4,2 ómf 5,0 lag. 8 9 9,5 10 9,5 19 9 8 8,5 alls 90,5 stig. ![]() Hér er hrúturinn frá Laugu og Eyberg Hraunhálsi sem var í örðu sæti. 3.sæti var frá Bjarnarhöfn hrútur nr 57 og faðir er Tónn sæðingarhrútur. 54 kg 107 fótl 38 ómv 4,3 ómf 5,0 lag. 8 9,5 9 10 9 19 8 8 8,5 alls 89 stig. ![]() Hér sést hrúturinn í þriðja sæti sem Herborg í Bjarnarhöfn heldur í. ![]() Hér eru vinningshafar í hvítu hyrndu. Á myndinni eru Jón Bjarni Bergi, Helga Haukatungu Syðri 2 og Gísli frá Mýrdal. 1.sæti er frá Bergi hrútur nr 15 og faðir er Viðar sæðingarstöðvarhrútur 59 kg 112 fótl 36 ómv 3,1 ómf 4,5 lag. 8 9 9,5 9,5 9,5 19 7,5 8 9 alls 89 stig. ![]() Hér má sjá besta hyrnda hvíta hrútinn 2021 frá Jón Bjarna og Önnu Dóru á Bergi. 2.sæti er frá Haukatungu Syðri 2 hrútur nr 1001 og faðir er Viðar sæðingarstöðvarhrútur. 48 kg 105 fótl 30 ómv 4,0 ómf 5 lag. 8 8,5 8,5 9 9,5 19 7,5 8 8 alls 86 stig. ![]() Hér er hrúturinn sem var í öðru sæti sem er fjær jötunni frá Haukatungu Syðri 2. 3. sæti er frá Mýrdal hrútur nr 1088 faðir er Viðar sæðingarstöðvarhrútur. 50 kg 105 fótl 32 ómv 2,7 ómf 4,5 lag. 8 9 8,5 9 9 18,5 7,5 8 9 alls 86,5 stig. ![]() Hér er hrúturinn í 3 sæti frá Áslaugu og Gísla Mýrdal. Þá er það aðalspennan hver hlaut farandsskjöldinn fagra þetta árið. ![]() Það var Ásbjörn Kjartarn Pálsson Haukatungu Syðri 2 sem fékk skjöldinn fyrir besta lambhrútinn 2021 og það var kollóttur hrútur. ![]() Hér eru ræktendurnir Ásbjörn og Helga með besta lambhrútinn 2021 í glæsilegu fjárhúsunum sínum í Haukatungu Syðri 2. Ég óska þeim innilega til hamingju með glæsilega sýningu og frábæra ræktun þau áttu lömb í tveim flokkum í verðlaunasætum eins og sást á blogginu bæði besta kollótta og annað sæti í hvitum hyrndum. ![]() Sæbjörg Freyja Gísladóttir hafði samband við mig fyrir sýningu og bauðst til að senda mér kalksalt til að gefa í verðlaun á sýningunni svakalega gjafmild og þáði ég það með þökkum og það vakti mikla lukku á sýningunni að fá það í verðlaun enda íslensk framleiðsla og frá bændum á Vestfjörðum sem eru Sæbjörg Freyja og Eyvindur Atli og búa á Flateyri þið sem viljið fræðast meira um þessa vöru og sjá sölustaði hennar kíkið hér inn á heimasíðuna þeirra með því að smella hér. ![]() Þetta var í verðlaun frá Sauðfjárræktarfélaginu Búa kerti frá Heklu design og servíettur og þau voru keypt í versluninni Utgerðin í Ólafsvík sem er með mjög flottar vörur og er með vefverslun líka og má sjá vörurnar hennar með því að smella hér. Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis gaf einnig verðlaun og voru það vel valdar vörur í endurunna gjafapoka frá versluninni Kram og hér má sjá heimasíðu vefverslunar hennar með því að smella hér. Hér má svo sjá inn í albúmi allar myndir af sýningunni með því að smella hér. Þá ætti þetta allt að vera komið hjá mér og vona ég að þið hafið eins gaman af því að lesa þetta stóra blogg eins og ég hafði af því að skrifa það. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is