Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
23.10.2021 10:34Gimbrarnar teknar inn og gefið ormalyfSeinast liðina helgi tókum við gimbrarnar inn um leið og við smöluðum hrútunum heim og á sunnudeginum var svo rosalega leiðinlegt veður og myndaðist mikill snjór og varð frekar hættulegur á sumum stöðum fyrir kindurnar sem þær voru búnað hrúga sér við brúnina á skurðum sem gæti verið varasamt fyrir þær svo við ákváðum að ná þeim sem við sæjum og það var alveg ógeðslegt veður og sást varla neitt. Þessar myndir hér tók ég á föstudeginum þegar ég sótti gimbrarnar. ![]() Hér er ég komin inn fyrir Búlandshöfða og er að reka kindurnar undir Höfðanum og hér sést niður í Búlandið. ![]() Hér eru þær enn fyrir ofan Búlandið svo voru þær aðeins óþekkar við mig og sneru við út í enda og hlupu niður í Búland svo ég þurfti að hafa mig alla við að hlaupa niður og komast fyrir þær svo þær færu ekki inneftir aftur. ![]() Hér er ég búðnað komast fyrir þær og koma þeim áfram undir Höfðann. ![]() Hér erum við Donna með þær. Donna labbaði með mér alla leið en ég þurfti þó að halda stundum á henni yfir lækina. ![]() Hér eru þær í einni halarófu eftir kindagötunni sem liggur undir öllum Búlandshöfða. ![]() Þær eru að fylgjast með okkur Donnu hvort við séum örugglega að veita þeim eftirför. ![]() Hér eru þær komnar vel á leið og við Donna í rólegheitum á eftir. ![]() Hér erum við svo alveg að fara koma að útsýnispallinum og þá þarf ég að fikra mig þar upp og sækja bílinn því ég skyldi hann eftir þar. ![]() Hér fór ég upp og þær héldu áfram leið sinni. ![]() Þær halda vel áfram og hér er farið að sjást í Helluna sem er grasbakkinn þarna fyrir hornið á þessri brekku. ![]() Hér erum við Donna og núna erum við að fara heim aftur og sækja krakkana úr skólanum og svo höldum við áfram að smala og Kristinn kemur þá líka og stelpurnar Embla og Erika. ![]() Hér er Embla Marína að hjálpa mér upp í hlíð. Við fórum upp inn í Fögruhlíð til að fara fyrir ofnan kindurnar þar og koma svo á móti Kristinn en hann fór upp hlíðina inn í Mávahlíð og Erika labbaði fyrir neðan hann og svo komum við á móti þeim og tökum svo allt saman niður í Fögruhlíð. ![]() Hér erum við komin alveg niður og hér er Kristinn að fara á eftir þeim niður i Kötluholt. ![]() ![]() Hér er Embla Marína að reka heim að Tungu. ![]() Erika líka að reka með Emblu. ![]() Hér er svo Kristinn og Emil og stelpurnar. ![]() Kristinn og Emil að gera klárt áður en við rákum inn. ![]() Kristinn og Siggi fóru svo að smala aftur á laugardeginum þegar hrútasýningin var og komu með þessar tvær en þar eru frá Friðgeiri á Knörr. Sú aftari hefur komið oft áður og er mamma hennar Gjöf sem Embla á. ![]() Hér erum við að reka kindunar á sunnudeginum sem Siggi og Kristinn fundu inn í Mávahlíð í hættu staddar. ![]() Hér má sjá hvar það er allsstaðar búið að koma skriður í Mávahlíðinni. Hér er ein við Mávahliðarfossinn. Þetta er á mánudeginum 18 okt. ![]() Ég fór upp í hlíð á mánudeginum og þar mátti sjá skriður allsstaðar og meira segja heyrði ég í einni meðarn ég var að labba upp og sá hana falla niður. ![]() Það var svo lúmskt mikill snjór í hlíðinni og erfitt að fóta sig og passa sig að pompa ekki ofan í lækina sem leynast allsstaðar á milli. ![]() Hér er ég búnað finna kindurnar sem ég ætla að reka heim og athuga hvort að það vanti einhverjar. Kristinn var búnað sjá þær í hádeginu og benda mér á hvar þær voru áður en ég fór inn eftir að kíkja á þær. ![]() Það kom í ljós að það vantaði alveg 7 kindur og við Emil vorum búnað keyra út um allt og leyta af þeim en svo fyrir tilviljun sá Emil þær vera inn í Mávahlíð á gamla hrúta túns svæðinu og þær voru ekki á góðum stað ef þær færu mikið að hreyfa sig því það eru svo stórir skurðir allt í kring svo ég rak þær af stað. ![]() Og þær enduðu með að fara í gamla haughúsið undir fjárhúsinu í Mávahlíð og við leyfðum þeim að vera þar í góðu skjóli. ![]() Við gáfum svo gimbrunum og hrútunum ormalyf á mánudaginn 18 okt. ![]() Hér er kristinn,Siggi og Emil að gefa þeim ormalyf. ![]() Elsku prinsinn okkar hann Benóný Ísak er hér á mánudeginum 18 okt að fara á Reykir og verður þar fram á föstudag svo það verður mjög tómlegt án hans því hann hefur aldrei verið svona lengi að heiman. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is