Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

24.10.2021 07:44

Óvæntir endurfundir hjá Kristinn

Kristinn fór að smala á fimmtudaginn tveim hvítum lömbum eða lamb og kind hann var ekki viss hvort þetta væri og stóð allann tímann í þeirri meiningu að þetta væri ókunnugt fé enda við búnað heimta allt okkar. En svo þegar hann var búnað smala þessu heim í Tungu og Siggi búnað aðstoða hann við að ná þeim inn kom nú heldur betur á óvart að þetta voru tveir lambhrútar annar frá Sigga þrílembingur undan Þíðu og Óðinn sem hann var búnað telja að hafi drepist og svo var hinn kollóttur hrútur sem var frá Jóhönnu undan Dúfu og hann hefur villst undan í júlí og við vorum löngu búnað telja hann vera dauðann. Já svona getur þetta komið manni svakalega á óvart og þessi Dúfu hrútur, ég var löngu búnað ákveða áður en hann fæddist að ég ætlaði að búa hann til og setja hann á því Dúfa er óskyld okkar kollótta fé og svo er hann undan Bjart sem er líka óskyldur og var látinn fara í fyrra vetur svo þessi hrútur hefur mætt örlögum sínum og snúið aftur til okkar.
Open photo
Hér eru þeir Sigga hrútur vigtaði 49 kg og hinn 54 kg þessi kollótti.
Þessi kollótti verður settur á en hinn er óstigaður auðvitað en hann er vel gerður og 
er þrílembingur á móti honum voru tvær gimbrar svartflekkóttar.
Faðir hans er Óðinn veturgamall hrútur sem var besti veturgamli hrúturinn á sýningu 
veturgamla hjá fjárræktarfélaginu okkar svo ef einhver hefur áhuga á að eignast hann og vantar hrút þá eru nánari upplýsingar hjá Sigga í síma 8460166 og sem fyrst annars verður honum slátrað.

Hér er betri mynd af honum.

Mjög langur og með síða ull. Hann er 49 kg og þau gengu öll þrjú undir og hann hefur farið undan í byrjun september.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar