Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
19.12.2021 15:51Sæðingar og fleira![]() Hér er ein hjá Jóa og Auði að fá með Bolta 8 des. ![]() Lóa og Gjöf voru mjög áhugasamar um þetta og voru báðar að ganga á sama tíma en þær fá næst þegar þær ganga. ![]() Við byrjuðum að sæða 10 des. Þá voru sæddar 2 lömb og ein kind kollótt með Bikar og svo annað lamb og kind með Kurdó og svo 2 hjá Sigga með Kapall og tvær með Amor. ![]() Hér er ég að sæða og Siggi heldur í þær á meðan og svo er hrúturinn hafður í stíu við hliðina á þeim. ![]() Hér er Rósa að fá með Diskó 11 des. ![]() Hér er Dögg og Snúlla að fá með Prímus 13 des. ![]() Báturinn Lilja SH sem Emil er skipstjór á , var tekinn upp um daginn og gert við hann því það hefði komið gat á hann í vonda veðrinu um daginn þá hefur hann rekist í við bryggjuna. ![]() Við fórum svo suður á miðvikudeginum fyrir sæðingar og kláruðum slatta af jólagjafa innkaupunum. Hér er Benóný og Freyja í Kids Collshop. ![]() Embla líka við stóra hestinn sem er þar. ![]() Það var svo skellt sér í Rush með krakkana. ![]() Embla í loftinu. ![]() Hér er nóg um að vera og krakkarnir fá útrás eftir allar búðirnar. ![]() Freyja að fara klifra. ![]() Embla Marína ánægð með nýju úlpuna sína sem hún fékk í Cintamani. ![]() Elsku glaðlynda og hjartahlýja Freyja Naómí okkar var 9 ára þann 12 des. Við héldum stelpu kósý afmæli fyrir hana á afmælisdaginn hennar 12 des og svo í framhaldi af því fór ég að sæða og svo var fjölskylduafmæli fyrir hana líka svo þetta var stór og flottur dagur hjá okkur. ![]() Hér er afmæliskakan sem við Freyja skreyttum saman. Af sæðingunum að segja voru ekki margar sæddar hjá okkur það gekk betur fyrir mig að sæða hjá Sigga hann fékk fleiri kindur. 10 des voru 5 sæddar tvær með Kurdo og þrjár með Bikar. 11 des voru 2 sæddar með Ramma. 12 des voru bara eitt lamb hjá mér með Kappa. Svo í heildina hjá okkur eru þetta 8 stykki og af því eru 5 lömb og 2 veturamlar og 1 fullorðin. Svo þetta verður spennandi að sjá og auðvitað halda þær allar er þaggi á maður ekki að vera jákvæður og sannfærður um það ![]() Síðan hefur bara gengið rólega hjá okkur svona tvær til fjórar á dag. Við fórum svo með til Bárðar í mórauða hrútinn hjá honum frá Lalla Sverris Gröf og í Glitnis soninn hjá Bárði og skiljum þær eftir þangað til þær eru búnað fá. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is