Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
22.01.2022 10:49Vír settur í hornin á lambhrútunumUm þar seinustu helgi fengum við fjölskyldan ælupest út frá því að sú yngsta fékk hana á leikskólanum og smitaði svo alla fjölskylduna koll af kolli. Benóný ætlaði að vera voða sniðugur því hann hatar ælupest mest af öllu og hann ákvað að flýja yfir til Jóhönnu frænku sinnar sem býr hinum megin við götuna hjá okkur og hann fór og gisti þar en það vildi nú ekki betur en svo að hann byrjaði að æla um nóttina og smitaði þar af leiðandi frænku sína líka. Hann skyldi svo ekkert í því að þetta plan hafi ekki virkað he he en hann slapp mjög vel og ældi bara tvisvar en var mjög slappur með því. Þetta er svo rosalegt þegar maður fær þetta upp og niður það lamast allt en sem betur fer fékk Ronja þetta á fimmtudeginum og var orðin góð á laugardeginum og þá redduðu Freyja tengdamamma og Bói okkur og tóku Ronju svo þá var aðeins minna að hugsa um meiri tími til að ná að hvílast og komst yfir þetta. Við vorum svo öll orðin góð á sunnudagskvöld. Það er svo alveg ómetanlegt hvað maður metur heilsuna mikið eftir svona veikindi og má í rauninni vera glaður og þakklátur hvern dag sem heilsan er í lagi. Kristinn og Siggi redduðu okkur alveg með kindurnar og gáfu fyrir okkur þessa helgi og vorum meira segja svo rosalega vinnusamir og duglegir að þeir settu vír í lambhrútana. ![]() Hér er Bassi og það er búið að setja vír og rör yfir svo vírinn meiði hann ekki og festist í ullinni. ![]() Hér sést þetta betur hvernig þetta er. Svo eru þeir hafði sér í stíu svo þeir séu ekki að krækja þetta úr sér. ![]() Ljúfur líka kominn með. ![]() Hér sést hvernig þetta kemur svo aftur fyrir haus og við gerðum þetta í fyrra og þetta virkaði rosalega vel og tók ekki langann tíma þetta er Ljómi hans Sigga. ![]() Freyja og Ronja glöddust yfir snjónum um daginn og fóru út að renna og leika sér en hann varði þó ekki lengi var horfinn allur daginn eftir það er búið að vera rosalegar veðurbreytingar frost og þíða til skiptist og mikið um lægðir og leiðinda veður með stormi, það er búið að einkenna þennan janúar mánuð. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is