Hér er elsku Donna okkar fyrsta daginn sem við fengum hana afhenta frá Maju systir árið 2010.
Hún er búnað fylgja okkur í 12 ár en hún var 12 ára í janúar síðast liðinn. Donna veiktist skyndilega
og átti erfitt með andardrátt og hún var á lóðaríi svo ég tengdi hegðunina við það því hún verður
stundum mjög furðuleg á þeim tíma en svo sá ég að þetta var engan veginn eðlilegt og lét kíkja á hana
og þá kom í ljós að hún var of veik til að grípa inn í svo við fengum tíma tveim dögum seinna og þá kom
dýralæknirinn heim til okkar og sendi hana í draumasvefninn langa. Hennar verður sárt saknað það er svo
erfitt að kveðja dýr sem er búnað vera einn af fjölskyldunni svona lengi og það var mjög erfitt að segja
krökkunum frá því og undirbúa þau fyrir að kveðja. Donna var reyndar búnað vera frekar þunglynd seinasta
árið og komin með smá gigt í fótana og labbaði ekki eins mikið en tók þó alltaf skver með mér í smölun á haustin
ótrúlega dugleg þrátt fyrir aldurinn og þá var hún glöð en núna þegar framkvæmdirnar byrjuðu fór það mjög illa
í hana og hún vissi ekki alveg hvar hennar staður væri því það var búið að færa hennar svefnstað svo hún vildi bara
vera í ganginum og sofa á pappakössum og drasli sem var þar svo vanaföst var hún á sinn stað.
Hún er búnað veita okkur afskaplega mikla gleði og hamingju gegnum árin og krakkarnir alveg elskuðu hana og hún
þau svo þetta verður svakalegt tómarúm hjá okkur að venjast að hafa hana ekki í lífinu okkar. Það er svo mjög skrýtið
að bróðir hennar Tinni var að kveðja um daginn hjá henni Sanný svo það var mjög stutt á milli þeirra systkina.
Hér er Benóný lítill og Donna lítil.
Núna eru þau tvö sameinuð en þetta er Olíver kötturinn okkar sem er dáinn og Donna
þegar Embla var nýfædd.
Donna þegar hún eignaðist hvolpa hjá okkur.
 |
Hér er Donna og Mikki sonur hennar.
 |
Emil með Donnu að smala í Mávahlíðinni.
 |
Hér eru mæðgurnar saman Donna og Pollý hennar Maju systir.
 |
Embla Marína með Donnu þegar hún var lítil.
 |
Hér var hún unglingur með okkur á Akureyri í ferðalagi.
 |
Á jólakorti með Benóný Ísak.
 |
Inn í Mávahlíð.
 |
Með Ronju Rós
 |
Hér er hún með mér að smala svo dugleg að labba með mér í Búlandshöfða.
 |
Hér erum við að smala saman seinasta haust.
 |
Hér var svo seinasta nóttin hennar með Benóný og Myrru og þá var hún
orðin svo mikið veik greyjið. Hennar verður svo sárt saknað og það er mjög
skrýtið að hún sé ekki með okkur lengur. Hún dó 27 apríl .
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|