Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
22.05.2022 09:11Sauðburður 2022 á fulluSauðburður er búnað ganga mjög vel ég hef misst tvö lömb annað drapst eftir burð og annað var lagst ofan á og auðvitað var þetta bæði lömb undan bestu kindunum mínum en það er alltaf svoleiðis sem maður missir. Annars hefur þetta verið drauma sauðburður hægt að setja strax út því það er búið að vera svo gott veður og hlýtt og lömbin spræk og þroskamikil og stækka hratt. Við byrjum á því að setja kindurnar út í girðingu hjá Sigga meðan þau læra að vera með mæðrum sínum kringum aðrar mæður og læra þá að þekkja sína mæður og þá er síður að þau týnist undan þeim. Hjá Sigga gekk rosalega vel hann missti ekkert á sauðburði nema eitt kom úldið úr einni þrílembu og svo fékk hann þrjú aukalömb ein kom með 4 sem var sónuð með 3 og ein sónuð með 2 og kom með 3 og einn gemlingur átti að vera geldur en kom með lamb svo þetta var skemmtilegur plús hjá honum. Kristinn fékk hundrað prósent úr sínum kindum og Jóhanna líka svo þetta er allt saman svo jákvætt og gleðilegt vor.
Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is