Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
09.07.2022 03:52Tenerife ferð 16 júní til 2 júlíVið fjölskyldan skelltum okkur til Tenerife þann 16 júní. Við byrjuðum á að fara til Keflavíkur með vinafólki okkar og gistum þar eina nótt áður en við fórum út. Freyja tengdamamma og Bói tóku eina tösku fyrir okkur út því þau fóru deginum á undan okkur til Tenerife og við komum ekki öllum töskunum fyrir í bílinn enda með tvær töskur stórar fyrir og svo öll börnin svo það var þétt setið í bilnum. Þau tóku líka barnakerruna okkar fyrir okkur til Keflavíkur svo tókum við hana á hótelinu og með okkur á flugstöðina. Það var rosalegur spenningur í krökkunum á hótelinu og það var meira segja sussað á okkur hvað það væri mikil læti í krökkunum svo mikill var spenningurinn í þeim. Það var ekki á það bætandi að ég var frekar stressuð yfir að fara með Ronju í fyrsta sinn í flug og hún ætlaði aldrei að sofna á hótelinu og hélt systkinum sínum vakandi með svefngalsa og öskrum inn á milli en sofnaði svo á endanum. Svo kom að því að fara í flugið og það gekk vonum framar Ronja svaf meirihlutann af leiðinni og allt gekk eins og í sögu. Það var mjög gaman hjá okkur í Tenerife við vorum svo mörg saman sem sagt við og Eva og Emmi og börnin þeirra vorum í herbergi hlið við hlið og þau eiga börn á svipuðum aldri og það var mjög þæginlegt þau bara löbbuðu á milli og við spjölluðum á kvöldin og klifruðum yfir á svalirnar hjá þeim því þau fengu hornsvalir og herbergi sem var svo stórt og flott . Annað vinafólk okkar var svo líka með okkur úti Hreinn og Rósa og tvö börn og þau voru á fyrstu hæð sem var líka mjög þæginlegt þá var hægt að sitja og spjalla við þau niðri í garði. Freyja og Bói voru á hæðinni fyrir ofan okkur við vorum öll á hótelinu Hovima la pinta á Adeje ströndinni. Jóhann bróðir Emils og Þórhalla voru á öðru hóteli rétt hjá og voru með Bjarka Stein strákinn sinn og þau komu oft yfir og svo hann gæti leikið við krakkana og við fórum með þeim í vatnsleikjagarð og Loro park dýragarðinn og margt fleira. Þegar leið svo á ferðina kom Marinó bróðir Emils og konan hans Fríða með strákinn sinn Pétur og við hittum þau líka.
Allir ferðafærir á flugstöðinni og deyja úr spenningi.
Embla með Hildi Líf og Freyja með Ronju Rós og þær svo fínar með nýju töskurnar sínar sem þær geta rennt sér á.
Þá er komið að því að fara stíga um borð.
Að fá sér ís.
Hér fórum við út að borða á afmælisdaginn minn 17 júní á Hvítu myllunni á Tenerife og hér erum við öll saman og svo voru Eva,Emmi og krakkarnir og Hreinn,Rósa og krakkarnir líka en það var tekin önnur mynd af þeim saman. Eva og Emmi áttu líka brúðkaupsafmæli sama dag og ég afmæli svo þetta var tvöföld afmælisveisla og það var komið og sungið fyrir okkur og við fengum köku og kerti mjög skemmtilegt og æðislegt kvöld með frábærum ættingjum og vinum.
Við saman með Ronju Rós.
Hér eru Emmi og Eva vinir okkar sem eiga brúðkaupsafmæli 17 júní. Það var skellt sér í Gokart og hér eru krakkarnir að gera sig klár. Aron,Embla,Freyja,Benóný og Bjarki Steinn.
Eva skellti sér með Hildi Líf.
Ronja Rós fékk bara að horfa á með Emma.
Bjarki og Freyja í tæki í Siam mall.
Jóhann og Þórhalla kát í leiktækjunum. Í Loro park allir saman.
Hér er háhyrninga sýningin í Loro park og Eva,Emmi og Emil og krakkarnir fóru á splash svæðið og urðu rennandi blaut ég fór upp með Benóný og Ronju Þórhalla og Jóhann líka svo við sluppum.
Eva var flott á hjólinu með krakkana svo hún gæti hvílt á sér fótinn því hún sleit hásinina í vor og er enn að jafna sig.
Ronja Rós er svo montin með nýja peppa pig bikinið sitt.
Við skelltum okkur tvisvar í Aqualand einu sinni með Þórhöllu,Jóhanni og Bjarka og svo líka með Evu,Emma og Hrein og Rósu og krökkunum. Það er alltaf jafn gaman að fara í vatnsleikja garðana og Benóný er þar alveg í himnaríki. Aqualand er mjög fjölskylduvænn garður og stutt í allar rennibrautir og barnasvæðið er svona miðsvæðis og krakkarnir gátu hlaupið sjálf í brautirnar og við verið róleg í sólbaði á bekkjunum á meðan.
Hér er Embla og Bjarki að renna.
Emil og Benóný saman í rennibraut í Aqualandi.
Í fiskaspa Benóný og Embla.
Freyja og Aron að fá sér kókteil .
Embla og Ronja búnað fá sér fléttur svakalega fínar.
Freyja líka búnað fá fléttur.
Benóný í sundlauga garðinum.
Embla Marína fyrstu dagana.
Freyja Naómí fyrstu dagana líka.
Hér er kósý tími hjá Emblu,Freyju og Aroni með andlitsmaska og fótmaska.
Það var frábær krakkaklúbbur á hótelinu og hér eru þau öll búnað baka pizzu og teikna á pizza kassann og bíða eftir að fá að borða pizzuna sína.
Hér erum við í monkey park og þar finnst krökkunum svo skemmtilegt því þar má halda á dýrunum og gefa þeim að borða.
Benóný Ísak að skoða skjaldbökuna.
Stuð hjá Freyju að gefa þeim að borða. Magnús og Benóný í Aqualandi.
Ronja og Embla elskuðu að vera á ströndinni.
Hér er Ronja að gefa Camel dýrinu að borða.
Embla að klappa asna.
Þau fengu svo öll að halda í og við fengum að taka myndir eins og við vildum og kostaði ekkert aukalega. Hér er Benóný svo duglegur að halda í honum leist fyrst ekkert á það en þegar maðurinn rétti honum tauminn gat hann ekki sagt neitt he he.
Annað en hún litla skotta hún var alveg til í þetta he he.
Það var svo lítil skjaldbaka inni sem þau máttu gefa að borða.
Á leiðinni á fínan veitingarstað.
Við áttum svo brúðkaups afmæli 27 júní og ég verð að viðurkenna að það fór alveg fram hjá mér fannst ég þó vera gleyma einhverju það ætti einhver afmæli eða eitthvað og svo fattaði Emil það að við ættum brúðkaupsafmæli he he og Eva og Emmi komu okkur á óvart á veitingarstaðnum og létu færa okkur köku og syngja fyrir okkur alveg æðislegt.
Hér eru allir í stuði á ströndinni. Freyja, Ronja, Embla og Aron.
Reyna taka fjölskyldu selfie í sjónum og tókst bara ágætlega.
Hér erum við komin í Siam park og hér eru Ronja og Hildur að renna sér. Það var frekar kalt þegar við fórum sérstaklega ef maður var að renna sér og blotna þá var mjög kalt að koma upp úr. Benóný og stákarnir skemmtu sér konunglega og við stelpurnar líka við Eva fórum með Benóný í tvær alveg svakalegar og ég hef aldrei öskrað eins mikið held ég og það fannst Benóný gaman að heyra mömmu sína vera skít hrædda he he. Hann kláraði svo afrekið sitt og fór í Tower of power sem er búið að vera mikið markmið hjá honum að þora fara í hana.
Þetta er þessi hrikalega Tower of power rennibraut sem hann skellti sér í.
Svo montin í prinsessu kjólnum sínum og hælaskónum.
Hér erum við í Jungle park.
Hér erum við líka í Jungle park.
Benóný í Jungle park í slide run.
Þessi api var í Monkey park og var alger stríðnispúki og stóð svona á stöng fyrir ofan hausinn á manni og af öllum í hópnum þá pissaði hann niður á hausinn á Benóný og það var svo geggjað fyndið móment að hann skyldi lenda í því af öllum því Benóný er með dæmigerða einhverfu og hatar rigningu og óþarfa bleytu fyrir utan að elska sundlaugar og rennibrautir vill hann ekki vera blautur þegar hann er á landi he he svo þetta var alveg efni í fyndið myndband að hann skyldi velja hann til að pissa á og auðvitað fór hann úr bolnum og við þurkkuðum hann og honum fannst þetta sko ekki fyndið en gat svo séð húmorinn í þessu löngu eftir á he he strák greyjið.
Benóný Ísak í Jungle park svo flottur garður og geggjaður gróður og tré um allt.
Það er æðisleg sæljóna sýningin í Jungle park það er svo mikil stemming og stuð.
Embla fékk að láta taka mynd sér af sæljóni og það kostaði sér að gera það.
Freyja líka og mér finnst þetta svo dásamleg mynd það er eins og Freyja sé skíthrædd við hann og standi ekki alveg á sama að vera hliðin á honum he he.
Það er mjög flott fuglasýningin í Jungle park og hér er einn þjálfarinn með örn þeir voru svakalega flottir og vel þjálfaðir.
Ronja Rós að halda á páfagauk svo dugleg.
Freyja Naómí með páfagauk svo falleg mynd.
Embla Marína með tvo páfagauka.
Benóný með tvo líka. Hér erum við öll saman í Loro park myndatöku.
Hér er svo komið að leiðarlokum á leið heim í flugvélinni eftir æðislega og frábæra Tenerife ferð með frábæru fólki og við Emil og hinir fullorðnu vorum alveg til í að vera lengur en krakkarnir biðu spenntir eftir að koma heim. Flettingar í dag: 538 Gestir í dag: 49 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188727 Samtals gestir: 69652 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:16:06 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is