Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
22.09.2022 07:45Smalað Búlandshöfðann 16 septÁ föstudeginum 16 sept fórum við kl 9 um morguninn og smöluðum Búlandshöfðann i róleg heitum. Ég og Kristinn og stelpurnar minar og vinkona þeirra Erika og löbbuðum að höfðabrekkunni Grundarfjarðar megin og náðum að aðskilja að mestu leiti okkar fé og Bibbu frá Grundarfirði því hennar fé og okkar er farið að blandast aðeins saman í Höfðanum. Emmi Tóti og Emil voru á bílnum að fylgjast með ef eitthvað þyrfti að grípa inn í svo fórum við aðeins í kaffi til Sigga þegar kindurnar voru komnar fram fyrir Búlandshöfðann og inn á Mávahlíðarhelluna. Næst komu Siggi og Tómas sonur Hannesar á Eystri Leirárgörðum og Gummi Ólafs Ólafssvík og frændi hans Magnús Óskarsson. Siggi,Kristinn og Tómas fóru upp í Búlandshöfða og kíktu upp í Grensdali og svo upp við Höfðakúlurnar og það var ekkert þar en við Emil rákum augun í mórauða gengið okkar sem var fyrir ofan útsýnispallinn í Búlandshöfðanum svo ég varð að fara upp í hlíð þar og fikra mig þar yfir það er mjög bratt að fara þar og ekki fyrir lofthrædda og Emil er alltaf mjög stressaður þegar ég fer þar upp en mér finnst það bara gaman er svo vön að fara þarna að ég finn ekki mikið fyrir því sérstaklega þegar það er nokkuð þurrt þá er það allt í góðu lagi. Þær fóru svo af stað þegar ég komst að þeim en reyndu þó að fara upp á fjall hinum Mávahlíðar megin við Höfðann og þar geta þær komist upp en þar voru Siggi,Kristinn og Tómas og hóuðu svo þær kæmust ekki upp aftur og þær húrruðu alla leiðina niður á veg. Þar tók Emmi Tóti,Maggi og krakkarnir við þeim og Gummi tók Mávahlíðarrifið. Við héldum svo áfram og tókum alla Mávahlíðina og Fögruhliðina,Sneiðina og svo í framhaldi af því Kötluholt og svo var allt rekið heim að Tungu.
Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is