Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
22.09.2022 09:13Smalað Svartbakafellið 17 septÁ laugardaginn 17 sept mættum við í Tungu kl hálf 9 og var þar flottur hópur af smölum saman komnir. Hannes á Eystri Leirárgörðum kom með syni sína tvo Kristinn og Tómas en Tómas var reyndar kominn á föstudeginum. Emmi Tóti vinur okkar og Magnús sonur hans og Kristinn og fóru þeir ásamt Sigga upp á Fróðarheiði og munu svo ganga þar upp og koma niður á Svartbakafellið inn í Fögruhlíð. Emmi Tóti,Kristinn og Magnús fara svo niður í hlíðina í Hrísum og koma þar niður meðan hinir halda áfram upp í fellið. Maja systir,Óli mágur og Bói ásamt mér og dætrum mínum Emblu og Freyju og vinkonum þeirra Eriku og Heklu og Benóny syni mínum og vini hans Hrannars fórum upp inn í Fögruhlíð og förum þaðan upp á Sneið og fylgjum gamla rafveituveginum upp á fjall og kíkjum upp í Urðir og sjáum þar vel yfir í Svartbakafellið okkar megin og Óli hækkar sig svo fer alveg að rótum Kaldnasa til að sjá í Bjarnaskarðið. Krakkarnir voru svo svakalega duglegir að labba með okkur því þetta er talsvert labb og allt upp í móti og þau stóðu sig eins og hetjur. Bói fór niður að Rjómafossi og yfir í Svartbakafellið og Embla og Erika fóru með honum yfir til að standa fyrir í fellinu svo kindurnar sem Siggi og þeir koma með fari ekki aftur upp í fjall því þær hafa oft reynt að taka á rás upp í Svartbakafellið okkar megin og fara þá upp fyrir Rjómafoss og lengst upp á fjall. Maja fór aðeins ofar en ég og tók Freyju og Heklu með sér og ég varð eftir fyrir neðan Urðirnar með Benóný og Hrannari og við biðum eftir að hinir væru búnað koma sér í sínar stöður og Óli kæmist í veg fyrir kindur sem voru alveg lengst uppi en þær sneru á hann og tóku straujið upp einhvern foss og ruku í gegnum Bjarnarskarðið. Við héldum svo áfram og allt gekk vel að koma þeim niður nema ein kind sem fór á undan okkur niður náði að fara niður Sneiðina og enda upp í klettum fyrir ofan Fögruhlíð og ég ákvað að príla á eftir henni og náði að elta hana eftir klettunum að Tröð en þá játaði ég mig sigraða eftir að vera búnað koma mér í sjálffeldu nokkrum sinnum og snúa við og fara neðar svo ég kæmist og þá fór ég niður því allir hinir voru löngu komnir niður og farnir að reka féið inn í Tungu svo við sækjum hana seinna en hún var aðkomu kind ekki frá okkur og þess vegna streyttist hún svona mikið á móti að fara niður því hún rataði ekki leiðina.
Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is