Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||
30.09.2022 09:33Kaldnasi kveðurKaldnasi 16-003 er búnað vera uppáhalds hrúturinn hjá okkur fjölskyldunni í öll þau ár sem við höfum átt hann. Við keyptum hann árið 2016 sem lambhrút hjá Laugu og Eyberg á Hraunhálsi. Kaldnasi var sá allra besti bæði hvað hann breytti kollótta stofninum okkar til betra og gaf mjög góðar dætur sem við eigum nokkrar ásamt veturgömlum hrút sem heitir Diskó og hann er sama gæðablóð eins og Kaldnasi var. Kaldnasi er eini hrúturinn sem ég hef getað algerlega treyst gagnvart krökkunum hann hefur aldrei sýnt þeim neitt þó þau hafi verið að hanga á honum og setið hjá honum tímum saman að klappa og knúsa, hann alveg elskaði það. Í sumar var hann viðskila við hina hrútana og var alltaf einn að væflast í kringum Tungu og Kötluholt og fólk var orðið vant því að sjá hann á sveita veginum og varla hreyfa sig þegar sumarbústaða eigendur voru að keyra og þurftu jafnvel að fara út og ýta við honum svo þau kæmust leiða sinnar. Hann kom alltaf til krakkana þegar þau kölluðu í hann eða löbbuðu til hans þar sem hann lá einhver staðar út í móa. Hann átti líka til að vera of gæfur eins og til dæmis var ekki gott að nota hann sem leitarhrút á fengitíma því hann stoppaði bara og vildi klapp og ég endaði með hann föst inn í stíu því hann vildi ekki hreyfa sig til baka þegar hann var búnað leita he he. Hann átti ástúðlega og góða ævi hjá okkur og munum við sakna hans mjög mikið og minningar hans lifa með okkur áfram. Hann var búnað vera afvelta nokkrum sinnum um ævina en bjargaðist alltaf og vorum við búnað fíflast með að hann ætti níu líf en svo gerðist það í haust að hann varð afvelta og Gunni á Brimisvöllum bjargaði honum og við fylgdumst með honum eftir það og allt var í lagi en svo vorum við búnað vera leita af honum í nokkurn tíma og hvergi sást hann og svo þegar við vorum að smala þá kom í ljós að hann var dáinn og fannst inn í Kötluholti og hefur örugglega dáið úr elli því hann lá á hlið en ekki afvelta. Kaldnasi var undan Urtu 12-181 frá Hraunhálsi og Magna sæðingarstöðvarhrút 13-944. Kaldnasi á 5 dætur hjá okkur og einn veturgamlan hrút.
Flettingar í dag: 490 Gestir í dag: 42 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188679 Samtals gestir: 69645 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:17:20 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is