Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||
14.10.2022 09:57Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2022
Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi verður haldin laugardaginn 22 okt. Sýningin skiptist í tvo hluta milli sauðfjárvarnarlína.
Fyrri hluti sýningarinnar verður í Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi og hefst kl 13:00.
Seinni hluti sýningarninnar verður svo í framhaldi sama dag kl 16:00 í Tungu Fróðarhreppi.
Á þeim hluta sýningarinnar verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi. Það verður 500 kr fyrir kaffi og kræsingar og frítt fyrir börn.
Það verður svo gimbrahappdrættið okkar sem hefur vakið mikla stemmingu og spennu og þeir sem hafa áhuga á að fá sér miða verða þeir seldir á staðnum og kosta 1000 kr. Vegleg verðlaun í boði. Engin posi verður á staðum.
Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með gripina sína og sjá aðra. Það verður mikið spáð og þukklað.
Verðlauna afhending verður svo í lokin á seinni hluta sýningarinnar í Tungu.
Minnum fyrrum vinningshafa að koma með verðlaunagripina með sér.
Hér eru Ásbjörn og Helga með verðlauna hrútinn í fyrra.
Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi. Kv Sauðfjárræktarfélögin
Flettingar í dag: 2059 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1558702 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 07:13:47 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is