Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||
24.10.2022 20:46Dælt út,.þrifið,smalað og gert klárt fyrir HéraðssýninguÞetta er búið að vera mjög krefjandi vika hjá okkur Lárus kom og dældi úr fjárhúsunum hjá okkur og kláraði á fimmtudaginn og þá fórum ég, Kristinn og Siggi og þrifum og unnum þetta vel létt saman með því að Kristinn var á háþrýstidælunni og ég að skafa af grindunum og Siggi líka svo fór Siggi í að negla grindurnar niður og þetta skot gekk hjá okkur og við kláruðum að þrífa og setja niður um kvöldið. Helga hans Kristins dekraði við okkur og kom með æðislega ljúffengt lasange fyrir okkur svo við gætum fengið okkur að borða heima hjá Sigga og haldið svo verkinu áfram. Helgina áður var Siggi búnað vera smíða bekki til að hafa á sýningunni og þeir voru alveg snilld ekkert smá flott hjá honum og meðan hann var að smíða bekki voru Emil og kristinn að skipta út nokkrum spítum á grindunum sem voru orðnar lélegar svo það yrði allt klárt. Við smöluðum svo á föstudaginn frá Búlandshöfða og inn að Mávahlíð og svo tókum við frá Sneiðinni fyrir ofan Fögruhlíð og rákum út á Tungu og tókum svo lömbin og hrútana á hús. Þegar búið var að flokka kindurnar frá lömbunum og taka hrútana sér átti ég eftir að skreyta fjárhúsin með bleiku skrauti sem ég átti til síðan við giftum okkur og það kom vel að notum og fjárhúsin litu út eins og fermingarveisla nánast en það er bara svo gaman að hafa þetta skemmtilegt og flott og í stíl við bleikan október mánuð.
Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is