Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.02.2023 16:48

Margt í febrúar

Tíminn flýgur áfram þessa dagana og ég hef lítinn tíma gefið mér í að blogga en loks kom að því að ég gat sest niður og sett það helsta inn sem hefur verið hjá okkur þessa dagana. Benóný fór á árshátíð hjá unglingastiginu og fékk að taka með sér brauðstangir frá sjoppunni sem Doddi sá um að gera klárar fyrir vin sinn áður en hann færi á árshátíðina. Ég er búnað vera vinna inn á leikskóla í febrúar og verð í mars líka að leysa af og núna fer ég þangað hálf 9 á morgnana þegar ég er búnað koma krökkunum í skólann og vinn til 1 og fer svo beint inn í fjárhús og næ þá að fara í sturtu og sækja Ronju kl 3 svo þetta er svona pínu maraþon meðan á þessu stendur. En hér koma smá myndir og frásögn frá febrúar mánuði.

 


Hér er Benóný Ísak sem er að stækka heldur betur núna og er að fara fermast í vor.

 

 

12 febrúar skelltum við okkur í dagsferð til Reykjavíkur og fórum á Emil í Kattholti sem er alveg æðisleg sýning.

 


Alltaf stuð að koma í fjárhúsin og eiga fjölskyldustund.

 


Ronja með Blæju kindinni sinni.

 


Gemlingarnir eru svo rosalega gæfir að þeir vilja fá alla athygli og klapp hjá stelpunum og umkringja þær.

 


Benóný Ísak að tala við Möggu Lóu sem er í miklu uppáhaldi og er í smá dekri með lambgimbrunum því hún er orðin frekar gömul og lúin.

 


Ronja Rós dugleg að gefa fóðurbætir með pabba sínum.

 


Svo er líka spennandi að fá að standa upp á rúllunum og hoppa í heyjið.

 


Siggi nýbúnað raða rúllunum svona flott upp fyrir vikuna sem hann tekur úti og setur inn í Hlöðu.

 


Emil að skera niður rúlluna eina helgina sem var 3 febrúar.

 


Bolti kominn aftur til baka en hann fór inn í Bjarnarhöfn yfir fengitímann en komst aldrei í gang var eitthvað stirður.

Hann er í dekri móti kindunum og fær alltaf lúku af fóðurbæti hjá Kristni eiganda sínum.

 


Ronja með bangsa flóðið sitt að leika sem er samansafn frá krökkunum og einnig frá Karítas frænku síðan hún var lítil.

 


Ronja í leikskólanum að læra tannbursta því Ari tannlæknir kom í heimsókn.

 


Bói og Freyja voru að kaupa sér hús í Ólafsvík eftir að þau lentu í því svaka tjóni að það lak inn hjá þeim í Varmalæk og allt

fór og flot og mikið af húsinu lá fyrir skemmdum sérstaklega gólfefni og húsgögn. Hér er Ronja Rós að hjálpa afa sínum að mála.

 


Mikið sport að mála hér er Freyja Naómí líka að mála.

 


Fallegar nöfnur saman Freyja amma og Freyja Naómí.

 


Fékk þetta fallega kort og mynd frá Ronju Rós á konudaginn.

 


Embla Marína og Ronja Rós á öskudaginn.

Freyja fór ekki í búning og Benóný var veikur svo það var bara mynd af þeim tveim þetta árið.

 


Ég fékk klárlega flottustu konugjöfina sem var þessi vinnugalli fyrir fjárhúsin frá Emil.

 

Flettingar í dag: 232
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 1352
Gestir í gær: 248
Samtals flettingar: 728353
Samtals gestir: 48534
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 03:13:10

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar