Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.04.2023 15:50

Ljúfa startar sauðburði 2023

Siggi og Kristinn voru í fjárhúsunum að setja upp myndavélakerfið í gær 27 apríl og þá byrjaði Ljúfa að bera

og ég kíkti inneftir á þá til að vera viðstödd og Embla og Erika komu með mér. Hún þurfti smá aðstoð því það kom

bara hausinn á fyrra lambinu og ég náði annari löppunni og svo lagðist hún niður aftur  og skaut lambinu út og 

ekkert mál svo kom seinna lambið bara sjálft svo hún er mjög flott kind og á auðvelt með að bera hún Ljúfa 

sem er gemlingur undan Ljúf og Hexíu. Þessir lambakóngar eru undan Bibba og annar er móhosu flekkóttur og hinn er svartflekkóttur með krúnu.

Mjög flottir tvílembingar hjá henni hún fékk 8 des og átti tal 30 apríl.

 


Hér er hún Ljúfa með lamba kóngana sína.

 


Hún er alveg fædd í móðurhlutverkið og varð strax súper góð mamma.

 


Hér eru Siggi og Kristinn sáttir við dagsverkið búið að færa ullina inn í hlöðu svo við getum farið með hana

og svo er búið að hleypa út hrútum sem búið er að klippa og hornskella ásamt því að Ljúfa startaði sauðburð og

myndavélarnar komnar upp og virkar svo nú má sauðburður fara skella á.

 


Þessa mynd tók ég 22 apríl og það er aðeins farið að grænka þó kalt sé úti þessa dagana.

 


Bylur orðin vel gleiðhyrndur eftir að við settum vír í hornin á þeim í vetur.


Blossi líka tilbúinn og hornin hans orðin vel frá.

 


Klaki var lengst með vírinn enda er hann með mjög þykk og mikil horn en hann er líka orðinn flottur.

 


Reykur líka tilbúinn svo þeir fara í klaufsnyrtingu um helgina og fá að fara út í girðingu.

 


Fór suður 26 apríl og fór með Benóný og Freyju til tannlæknis og Freyja var svo ánægð að 

hún er laus við góminn sinn í næstu 18 mánuði svo hún er komin í pásu. Benóný fór að láta

strekkja teinana og það gekk vel hann fann ekki mikið fyrir því og fékk auðvitað dominos brauðstangir og

svo var á óskalistanum að fara í bíó á Mario Bros myndina og hún var mjög skemmtileg.

Flettingar í dag: 490
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188679
Samtals gestir: 69645
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:17:20

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar