Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

29.04.2023 16:32

Komma og Glæta báru í dag og hrútunum sleppt út

Siggi og Emil klaufsnyrtu hrútana sem voru eftir að klippa og hornskelltu hrútinn fyrir Jóa og Auði Hellissandi en hrúturinn hans

var frá okkur og þau komu með hann svo hann gæti farið út með okkar hrútum. Í gærkveldi bar Komma frá Jóhönnu og Siggi tók á móti hjá henni en það kom hausinn fyrst á báðum lömbunum það var hrútur og gimbur undan Prímusi. Glæta hans Sigga bar svo í dag og hún kom með hrút og gimbur undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút og það eru mjög þykk og falleg lömb.

 


Það var nú ekki mikil læti í hrútunum að komast út og næstum engin slagsmál.

Hér eru lambhrútarnir.

 


Hér eru þeir að undirbúa sig undir tilhlaup.

 


Svo kom höggið.

 


Svona var það allt og sumt svo slógust þeir ekki meira og stóru hrútarnir voru bara slakir.

 


Hér er fyrirmynd af hrútnum hans Jóa áður en hann var horntekinn en hann er mjög krapphyrndur.

 


Hér er eftir mynd og eins og sést þurfti að taka hann ansi hátt uppi en það gekk rosalega vel.

 


Hér er Komma með lambið sitt undan Primusi hitt lambið var bak við hana.

 


Hér er Glæta hans Sigga með hrút undan Hnaus.

 


Hér er svo gimbrin á móti ekkert smá falleg lömb.
Flettingar í dag: 380
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1001
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 725084
Samtals gestir: 47661
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 08:37:26

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar