Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

22.07.2023 20:35

Fyrsta útilegan 4 júlí og heyskapur


Fórum í fyrstu útileguna 4 júlí og gistum í Mosskógum í Mosfellsbæ og það var mjög kósý og flott tjaldstæði. Við ætluðum að fara lengra en það var svo

mikið rok að við ákváðum að vera þar í tvær nætur og sem betur fer því það kom í ljós að vatnsdælan á hjólhýsinu var ónýt og svo var svo mikið rok á leiðinni suður að báðir speglarnir fuku af og svo kom í ljós að sjónvarpið í hjólhýsinu var ónýtt líka svo það urðu talsverð útgjöld í þessari fyrstu útilegu svo það var ágætt að vera nálægt búð til að græja alla hluti svo allt myndi vera í lagi.

 


Benóný uppgötvaði að rennibrautin í dalslaug væri komin upp og hlakkar mikið til þegar hún verður opnuð.

 


Tókum rúnt í Keflavík og skoðuðum Skessuhellir.

 


Hér eru þau að prófa stólinn.

 


Embla að máta klossana.

 


Fórum með krakkana í fyrsta skiptið í Bláa lónið rétt áður en gosið hófst.

 


Þetta var skemmtileg upplifun fyrir þau.

 


Stelpurnar að fá sér maska.

 


Ein fjölskyldu selfie.

 


Næst lá leið okkar á Selfoss og Eva og Emmi vinir okkar komu líka.

Við kíktum líka á Irmu og Nonna en þau voru í Þykkvabæ á tjaldstæði rétt hjá Hellu og fjölskyldan hennar Irmu var þar líka

mjög gaman að hitta þau við hittum þau svo aftur þegar við fórum upp í Árnes þá voru þau búnað vera þar í nokkra daga.

 


Þar var svo bæjarhátíð sem kallast kótilettan og hér eru stelpurnar Ronja okkar og Hildur dóttir Evu og Emma að horfa á íþrótta álfinn og ávaxtakörfuna.

 


Það kom svo skemmtilega á óvart að það var tívolí líka fyrir Benóný.

Hér fyrir aftan hann eru bollar sem lúkkuðu voða saklausir en svo var þetta rosalegt tæki

sem fór ekkert smá hratt og var svakalega skemmtilegt.

 


Ronja og Hildur.

 


Hér eru þau í fallturn.

 


Hér var eitt rosalegt tæki en Benóný þorði ekki í það en stelpurnar létu sig hafa það og fóru í það.

 


Hér eru þær að fara af stað og mömmuhjartað á fullu að sjá þær fara upp.

 


Svo gaman saman í útilegu og spila. Við fórum líka í sund á Selfossi sem er mjög fín sundlaug með rennibraut.

 


Krakkarnir voru svo dugleg að spila hér er Embla,Freyja og Aron.

 


Svo krúttaðar saman Ronja Rós og Hildur Líf.

 


Hér eru þau í kubb.

Við vorum í nokkra daga á Selfossi og Emil skaust heim að heyja á sunnudeginum og ég varð eftir með krakkana og Eva var líka eftir og Emmi fór á strandveiðar og hann og Emil fóru saman vestur. Þeir komu svo aftur á miðvikudeginum og við færðum okkur svo daginn eftir í Árnes.

 

 

Hér erum við komin í Árnes og Hreinn og Rósa vinir okkar voru líka með okkur á Selfossi og færðu sig líka.

 


Ronja að borða í fortjaldinu okkar.

 


Emil og Embla. Það var mikið spjallað og tekið spil á kvöldin mjög gaman.

 


Tókum rúnt inn á Flúðir og fórum og fengum okkur flúðasveppa súpu og hlaðborð sem var alveg geggjað gott svo skelltum við okkur í elstu sundlaug landsins sem er gamla laugin á Flúðum. Það var líka farin einn daginn í sund á Borg sem var mjög gaman.

 


Hér er Benóný hann vildi þó ekki snerta botninn svo hann var bara í kork svo hann gæti haldið sér uppi.

 


Hér er Embla við laugina og við röltum svo í kring að skoða heita hveri í kringum laugina.

 


Emil með Hildi og Ronju.

 


Hér er Benóný og Ronja við sundlaugina í Árnesi. Við fórum svo líka í sund inn á Hellu tvisvar enda er það mjög skemmtileg laug og svo fórum við líka í sund inn á Hvolsvöll sem er líka mjög fín sundlaug.

 


Emmi að grilla sykurpúða með krökkunum það er alltaf mikið sport.

 


Freyja og Aron svo góðir vinir.

 


Við fórum svo heim á mánudeginum 17 júlí og Emil fór beint í heyskap að rúlla inn í Tungu.

Siggi og Kristinn voru búnað slá og gera heyið tilbúið.

 


Hér er Ronja Rós sátt að vera komin heim.

Við skyldum hjólhýsið eftir fyrir sunnan því við förum fljótlega aftur í útilegu eftir heyskap.

 


Hér er Kristinn að raka saman.

 


Siggi er á plastaranum.

 


Emil á rúlluvélinni.

 


Hér er það sem þeir heyjuðu fyrst inn í Fögruhlíð 10 júlí og það voru 44 á stóra stykkinu og 6 af lítla stykkinu við afleggjarann á Fögruhlíð.

 


Hér er verið að heyja inn í Kötluholti og það voru 

KH 1 voru 26

KH 2 voru 5

KH 3 voru 29 

Alls 60 rúllur af Kötluholti.

Við ætluðum svo að keyra rúllurnar heim á fimmtudeginum 20 júlí en þá náðum við ekki vörubílnum í gang og það fór allur dagurinn í bras í sambandi við það og ég þurfti svo að fara suður með Benóný á föstudeginum því hann fór í tannréttingar og þá gat Emil keypt nýja rafgeyma í vörubílinn og hann og Bói græjuðu það og þá fór vörubílinn í gang og þeir gátu klárað að koma rúllunum upp í Tungu.

Flettingar í dag: 969
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 2288
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 724672
Samtals gestir: 47653
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 23:13:41

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar