Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

24.08.2023 08:55

Kindarúntur í ágúst


Klara 18-015 með lömbin sín undan Bassa 21-001.

 


Þessi gimbur er undan Fjöru 22-021 sem er undan Klöru hér fyrir ofan og þessi gimbur er undan sæðingarstöðvarhrútnum Baldri 19-886. Hún virkar mjög þykk og fallega gerð.

 


Díana 22-019 orðin svo stór og falleg hún er í eigu Eriku Lillý vinkonu Emblu.

 


Hér eru hrútarnir hennar sem eru undan Ingiberg kallaður Bibbi 20-442.

 


Hér er falleg gimbur undan Einstök 19-008 og 20-001 Óðinn.

 


Hér er hrúturinn á móti gimbrinni.

 


Hér er Álfdís 21-015 í eigu Kristins með gimbrarnar sínar undan Kóng 20-202 frá Bergi.

 


Birta 17-006 með gimbrarnar sínar undan 22-003 Byl.

 


Þessir bræður eru undan Tertu18-013 og 20-202 Kóngur frá Bergi.

 


Hér sjást þeir betur.

 


Svakalega fallegar gráar gimbrar frá Sigga undan 17-706 Hélu og Byl 22-003.

 


Hér er Héla .

 


Bredda 22-202 frá Sigga með gimbrar undan Blossa 22-004.

 


Bót 22-204 frá Sigga með gimbrar undan Byl 22-003.

 


Kolbrún 19-905 frá Sigga með gimbrar undan Kóng 20-202 frá Bergi. Ég fór að taka mynd af henni um daginn og hún kom til mín og fékk klapp og var svo spök við mig úti alveg magnað hvað þær eru alltaf að bætast við í hópinnn að vera gæfar við mig úti.

 


Botnía 19-903 frá Sigga með hrút og gimbur undan Glúm 21-033 frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík.

 


Svakalega fallegur hrútur hjá henni.

 


Gimbrin mjög þykk og glæsileg að sjá.

 


Tígull 22-002 veturgamall hrútur hann var búnað skilja við hina hrútana og kominn að kíkja á kindurnar.

Hann er undan Bikar 17-852 sæðingarstöðvarhrút og Hrafney 20-007.

 


Budda 21-108 frá Sigga með hrút undan Ingiberg 20-442. Hún á að vera með tvo hrúta en ég sá hana bara með einn núna 20 ágúst þegar ég tók myndina .

 

Hér er Freyja og Birta vinkona hennar að klappa Dorrit hans Kristins hún kom líka þegar Kolbrún kom til mín.

 


Hér eru lömbin hennar Dorrit 21-025 hans Kristins og undan Óðinn 20-001.

 


Glæta 18-803 frá Sigga með hrút og gimbur undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút.

 


Blossi 22-004 veturgamal undan Dökkva 19-402 og Mónu Lísu 14-008.

 


Klaki 22-005 veturgamal undan Bassa 21-001 og Brussu 16-008.

 


Bylur 22-003 veturgamal undan 21-702 Húsbónda frá Bárði og Dóru Hömrum og Randalín 18-016.

 


Reykur 22-449 veturgamal frá Sigga í Tungu og var fengin hjá Friðgeiri og Knörr.

Fyrir aftan hann er Ás 22-001 veturgamal undan Prímus 21-005 og Snúllu 17-101.

 


Hér eru þeir allir saman veturgömlu hrútarnir nema það vantar Tígull sem var kominn saman við kindurnar.

 


Blossi 22-004.

 


Bylur 22-003 og Klaki 22-005.

 


Reykur 22-449.

 


Ljúfa 22-018 veturgömul.

 


Hér er annar hrúturinn hennar undan Ingiberg 20-442.

 


Hér er hinn á móti.

 


Hann er svo töff þessi.

 


Hríma 15-062 með hrútana sina undan Byl 22-003.

 


Hér er nærmynd af þeim svo fallegir. Þessi mynd var tekin 23 ágúst.
Flettingar í dag: 993
Gestir í dag: 245
Flettingar í gær: 986
Gestir í gær: 320
Samtals flettingar: 726683
Samtals gestir: 48218
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 21:15:02

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar