Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

29.08.2023 12:39

Göngutúr og kindur

Skellti mér í smá göngutúr til að reyna ná upp smá þoli fyrir komandi smölun og ekki veitir af maður er ekki í neinu formi svo það er ekki seinna vænna en að fara ganga núna á hverjum degi. Ég byrjaði á að fara inn í Fögruhlíð og svo upp þar fyrir ofan sumarbústaðinn hjá Guðlaugu og Snorra og þar hitti ég kindur sem ég hef ekki náð mynd af í sumar.

 


Hér er Spyrna 21-019 með hrútana sína undan Þór 21-896 sæðingarstöðvarhrút. Hún var við Rauðskriðumel upp í Fögruhlíð.

 


Þeir virka svakalega fallegir langir og stórir.

 


Hér er hinn á móti.

 


Það lítur út fyrir að það séu væn læri á þessum.

 


Hér er Gurra með lömbin sín hún er með þrjú undir sér hún sem sagt var sónuð með eitt og eitt var vanið undir hana þetta hvíta frá Sigga og svo kom hún með tvö og var látin hafa þau þrjú undir sér og virðist hafa plummað sig vel.

 


Hér er gimbrin hennar Gurru 17-016 og undan Byl 22-003.

 


Hér sést hrúturinn hennar Gurru.

 


Hér er svo gimbrin sem var vanin undir hana frá Sigga.

 


Hér er gimbur undan Perlu 20-016 og Alla 19-885 sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er hrúturinn á móti henni ég held að þetta verði alveg svakalega falleg lömb.

 


Hér sést gimbrin betur.

 


Hér er hrúturinn aftur. 

 


Hér er Perla með þau. Perla er undan Gurru 17-016 og Ask 16-001.


Þessi gimbur er undan Lukku 21-107 og Glúm 21-033 frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík.

 


Hér er Lukka 21-107 með hina gimbrina sína sem er svört.

 


Hér er Ösp 22-006 með gimbur undan Svörð 18-854 sæðingarstöðvarhrút og svo er Blæja 22-007.

 


Hér sést betur gimbrin undan Svörð og Ösp mjög falleg.

 


Hér er hrúturinn undan Blæju 22-007 og Tígul 22-002.

 


Núna er ég komin inn fyrir Búlandshöfða og ofan í Búland og þetta er þrílembingur undan Dísu 19-360 og Bassa 21-001 og hann gengur undir Dúllu 20-012.

 


Gimbrin hennar Dúllu 20-012 og hún er undan Klaka 22-005.

 


Hrafntinna 20-005 

 


Hrútur undan Hrafntinnu 20-005 og undan Óðinn 20-001.

 


Gimbrin á móti.

 


Skotta 20-008 með svakalegan bola undan 20-202 Kóng frá Bergi hitt lambið hennar fæddist dautt svo hann gengur einn undir.

 


Blesa 20-009 með gimbur undan Bassa 21-001 og hún er með aðra líka en hún var aðeins frá þegar ég tók myndina.

 


Hrútur undan Ósk 18-010 og Gimstein 21-899. Þrílembingur.

 


Gimbrin á móti hrútnum svo er annar hrútur sem var vaninn undir Brá.

 


Þessi gimbur er undan Melkorku 20-017 og Blossa 22-004

 


Hin gimbrin á móti.

 


Þessi er sæðingur undan Grettir 20-877 og Doppu 21-007. Gimbrin á móti dó í sumar það var örugglega keyrt á hana.

 


Hér er Rúmba 21-009

 


Hér er hrúturinn hennar svakalega fallega dökkmórauður og það á að vera annar á móti en ég sá hann ekki þarna kanski var hann einhverstaðar á bak við í hlíðinni.

 


Hér er Snæfellsjökulinn orðin ansi sköllóttur að sjá og það var meira segja hætt að fara ferðir upp á hann í sumar því það var of lítill snjór á honum.

Open photo

Hitti hana Hrafney mína þegar ég fór niður í Búland og auðvitað fékk hún klapp og klór.

Hér er nýjasta kinda stofu djásnið mitt sem Emil var að gefa mér ekkert smá falleg skraut kind sem við fengum í Húsgangahöllinni og hún var til sýnis þar og auðvitað spurði Emil hvort hún væri ekki til sölu og hún var keypt fyrir kinda sjúklinginn mig. Henni svipar nú alveg til hennar Hrafney.

 

Flettingar í dag: 316
Gestir í dag: 108
Flettingar í gær: 1079
Gestir í gær: 260
Samtals flettingar: 727085
Samtals gestir: 48341
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 06:04:51

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar