Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

30.08.2023 09:55

Kvöldrúntur 29 ágúst


Glæsilegar gimbrar frá Sigga í Tungu undan Hélu 17-706 og Byl 22-003.

 


Svakalega gerðalegur hrútur frá Sigga líka og er undan Buddu 21-108 og Ingiberg 20-442.

 


Önnur mjög falleg grá gimbur frá Sigga undan Kolbrún 19-905 og Kóng 20-202 frá Bergi.


Hér er hin gimbrin á móti.

 


Birta 17-006 með gimbrar undan 22-003 Byl.

 


Þær virka mjög fallegar og sverar að framan.

 


Hér er önnur þeirra með betri mynd af sér.

 

Þessa tók ég mynd af í morgun 30 ágúst og þetta er Vika 21-105 frá Sigga og er með tvær gimbrar undan Byl 22-003.

 


Rakst aftur á Blæju 22-007.

 


Hér er svo hrúturinn hennar og hann á að vera undan Tígul sem er kollóttur en miðað við þessi horn er ég farin að efast mikið að hann sé undan honum og að einhver annar hyrndur hafi náð á undan þó ég teymi hrútana í hverja einustu kind þá hlýtur eitthvað að hafa gerst nema það er hyrnt aftan í ættir hjá báðum foreldrum en það er samt svo langt aftur að ég myndi ekki telja líklegt að fá svona svakalega vel hyrndan hrút frá tveim kollóttum.

 


Sá þennan mórauða einan á röltinu svo nú er hann fundinn sem vantaði hjá Rúmbu um daginn.

 


Sá þennan Smyril í gærkveldi inn í Hrísum og rakst svo aftur á hann núna inn í Mávahlíð það er að segja ef þetta er sá sami.

 


Hann er reyndar mjög nettur en kanski eru Smyrlar svona litlir nema þetta sé ungi.

 


Hér er hún Hildur 22-013 með lömbin sín undan Ingiberg 20-442.

 


Rakst á þessa mynd líka hér er hún í vor með lömbin sín.

 


Hún kom að tala við okkur Freyju og var jafnspök úti eins og inni alveg magnað hvað þær ná að tengja við okkur.

 


Svo falleg kind og með jöfn og falleg lömb.

 


Þessi kom að tala við okkur líka og er frá Gumma Óla Ólafsvík og hún er með virkilega stór og falleg lömb.

 


Þau eru svo skemmtilega breið á framan og þessi hrútur alveg virkilega fallegur.

 


Skelltum okkur loksins á þessa mögnuðu sýningu um Bubba og hún var alveg svakalega góð við ætluðum að fara í fyrra en komumst ekki en létum svo eftir okkur að panta núna því við áttum gjafabréf á gistingu á Íslandshótel í tvær nætur með kvöldmat og morgunmat. Fosshótel Reykjavík var fyrir valinu og það var æðislegt að vera þar svo borðuðum við á hótelinu á Haust resturant og það var alveg geggjað vel út látið og góður matur. Á laugardeginum fórum við svo í brúðkaup hjá Fríðu og Marinó bróðir hans Emils og það var alveg yndislegt og fallegt. Þetta var alveg frábær helgi og langt síðan við höfum farið eitthvað bara tvö og barnlaus en þau voru í góðum höndum hjá Freyju ömmu og afa bóa og Jóhönnu frænku Emils.

 


Hér eru brúðhjónin Marinó Ingi og Fríða alveg stórglæsileg.

Þau giftu sig á Bessastöðum og veislan var í Hafnarfirði 26 ágúst.


Hér eru bræðurnir saman Steinar Darri yngstur svo Emil Freyr og Marinó og Fríða á pappaspjaldi sem vakti mikla athygli og skemmtun.

 


Ég skellti mér í göngu aftur í morgun 30 ágúst og fór upp í Fögruhlíð og var aðeins í vandræðum að bera myndavélina svo ég festi hana á mig með úlpunni en ég verð að reyna redda mér tösku sem ég get hafið líka utan um mittið svo ég verði ekki búin í öxlunum því hún er alveg lúmskt þung þegar hún er með stóru linsuna. Ég reyndi nefnilega að hlaupa niður og það gekk brösulega með hana skoppandi um mittið. En ég ætla að reyna gera það markmið á mig að labba á hverjum degi núna fyrir smölunarhelgina sem verður 15 til 17 sept.

 


Hér er ég komin upp gamla rafveituveginn fyrir ofan Fögruhlíð og sé inn í Svartbakafell og niður í Rauðskriðumel.

 


Hér sést svo niður og í áttina að Ólafsvík. Bilinn minn sést ekki hann er lengst niðri hjá Rauðskriðumelinu þarna við ána.

Ég komst þetta og svitnaði talsvert og ofandaði he he en ekki veitir af að gera það og koma sér í form svo maður verði ekki alveg á öndinni þegar maður fer að smala.

 
Flettingar í dag: 969
Gestir í dag: 243
Flettingar í gær: 986
Gestir í gær: 320
Samtals flettingar: 726659
Samtals gestir: 48216
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 20:39:35

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar