Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

31.08.2023 10:41

31 ágúst göngutúr og kindur

Markmiðið gengur áfram eins og komið er og ég fór göngutúr í gær inn í Fögruhlíð og í dag fór ég aðeins niður að sjó inn í Hrísum og svo fór ég og lagði bílnum hjá Búlandshöfða Grundarfjarðarmegin á útsýnispallinn áður en maður keyrir niður Höfðann. Ég labbaði svo beint upp og sá niður í Dalinn fyrir ofan og þar var engin kind bara rok það var frekar hvasst þar upp á svo ég fór svo bara niður aftur svo þetta var bara ganga upp og niður góð æfing og tók vel í. Ég náði svo að taka nokkrar myndir af kindum þegar ég var búin í göngutúrnum.

 


Hér er Spöng 21-013 með hrútana sína undan Bassa 21-001.

 


Svo falleg kind hún Spöng.

 


Hér sést annar hrúturinn betur undan Spöng. 

 


Kleópatra 20-011 með hrútana sína undan Bassa 21-001.

 


Epal 20-014 undan Bolta 19-002 og Djásn 15-008

 


Hér eru hrútarnir hennar Epal og Blossa 22-004.

 


Hér sést annar þeirra betur þeir eru frekar gulir því faðirinn er mórauður.

 


Hér er hinn á móti hann er aðeins hvítari. Ég er spennt að sjá hvernig Blossi og hún hafa passað saman hvort hann framrækti gerðina áfram því Epal er mjög vel gerð.

 


Hér er Dísa 19-360 með gimbrina sína sem er þrílembingur undan 21-001 Bassi.

 


Hér er hrúturinn hennar Dísu hann er svaka stykki ekkert smá þykkur og jafn.

Þau ganga tvö undir en svo var þriðji vaninn undir Dúllu og það er mynd af honum í fyrri bloggi hjá mér.

 


Mjög falleg lömb hjá Villimey sem er kind undan Vetur sæðingarstöðvarhrút og ég lét Bárð hafa hana og hún er með mjög fallegar gimbrar hér sem ég veit ekki undan hvaða hrút þær eru.

 


Mér sýndist ég sjá tvær auka gimbrar í þessum hóp niður við Hrísar og er að krossa fingur að það vanti ekki eina uppáhalds kindina mína sem gæti mögulega átt þær en ég vona svo innilega ekki en það gæti verið að þetta séu gimbrar undan

Orku 21-017 og Blossa 22-004 en ég hef ekki séð Orku mjög lengi núna. Svo það verður næst á dagskrá að reyna ná myndum af númerinu á þessum gimbrum eða fylgjast með hvort Orka sjáist einhversstaðar.

Flettingar í dag: 806
Gestir í dag: 226
Flettingar í gær: 986
Gestir í gær: 320
Samtals flettingar: 726496
Samtals gestir: 48199
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 17:33:47

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar