Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.09.2023 20:13

Göngutúr og kindur heldur áfram


Á föstudeginum 1 sept fór ég í göngu á undan rokinu og rigningunni og labbaði upp í hlíð fyrir ofan Mávahlíðarhelluna og ætlaði upp á fjall en þá tók á móti mér svo mikið rok að ég tölti niður aftur.

 

 

Hér sést niður á gamla veginn og þjóðveginn við Mávahlíðarrifið.

 


Benóný kíkti með mér í kvöldgöngu niður í fjöruna við Bug.

Ég fór svo ekkert í göngu um helgina enda var snarvitlaust veður á laugardeginum rok og rigning svo ég var í fríi laugardag og sunnudag frá göngu.

 


Melkorka20-017 með þrílembings gimbrarnar sínar undan Blossa 22-004.

 


Brá 20-013 með hrút undan Þór 21-896 sæðingarstöðvarhrút og svo fóstrar hún hrút undan Ósk og Gimstein.

 


Hér sést hennar betur hann virkar mjög fallegur undan Þór.

 


Sá loksins Prinsessu 22-015 með gimbrina sína undan Byl 22-003 en hún bar seint 5 júní.

 


Sá líka Glóey 22-022 með gimbrina sína undan Byl líka en ég hélt hún væri geld í vor því það kom aldrei neitt undir hana og það kom mikið á óvart þegar hún bar svo og það þurfti að gefa lambinu pela með því það kom ekki heldur undir hana þó hún væri borin en eitthvað kom þó en ekki mikið og lambið fékk alltaf eitthvað svo henni var sleppt út. Hún bar seinust 8 júní.

 

 

 

 


Við fórum þó kindarúnt á sunnudagskvöldið og stelpurnar fengu knús hjá Hrafney.


Hrafney fær alltaf knús og klapp enda afskaplega geðgóð kind sem kemur alltaf til okkar þó hún sé lengst frá með öðrum kindum þá gefur hún sér tíma til að koma til okkar.

 


Kvöldrúnturinn er vinsæl hjá krökkunum mínum eins og sjá má eru stelpurnar í kósýgöllunum sínum.

 


Svo fær hún tvöfaldan koss bless.

 


Falleg gimbur frá Sigga undan Reyk.

 


Álfadrottning 21-016 með gimbur undan 21-033 Glúm frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík.

 


Hrúturinn á móti mjög fallegur.

 


Gimbrin í nærmynd svo falleg.

 


Álfadrottningin svo falleg kind hún er undan Brussu 16-008 og Bolta 19-002.

 


Sá í fjarska Margréti 22-009 með gimbrarnar sínar undan Tígull 22-002.

 


Ég fór svo göngutúr í dag 4 sept upp með gilinu að Rjómafossi.

 


Það er mjög falleg leið að labba.

 


Hér sést í Svartbakafellið.

 


Mjög mikil náttúruperla.

 


Hér má sjá hella undir klettunum og þarna hafa kindur oft falið sig og orðið eftir í smölun.

 


Hér er ég komin alveg upp og sé inn í Rjómafoss og ofan í gilið fossin sést þó ekki á þessari mynd.

 


Það voru engin ber sjáanleg alla þessa leið eins og þetta hefur verið mikið berjaland í mörg ár en síðustu ár hafa engin ber verið ég fann smá laut með þessum berjum en það var ekki mikið á lynginu og þau farin að skemmast.

 


Ég sá þennan hóp af kindum í Svartbakafellinu og sýndist þessi svarta vera Elíza hans Kristins með sín þrjú ásamt fleiri kindum.

 

Týndi þessa fallegu steina á leiðinni sem hafa brotnað úr klettunum.
 

 

 
 
Flettingar í dag: 316
Gestir í dag: 108
Flettingar í gær: 1079
Gestir í gær: 260
Samtals flettingar: 727085
Samtals gestir: 48341
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 06:04:51

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar