Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

05.09.2023 21:45

Göngutúr 5 sept

Það var ansi hvasst í morgunsárið og ég var ekki alveg að leggja í að fara í göngu en eftir að ég rúntaði inn fyrir Búlandshöfða komst ég að því að það var ekki nærri eins hvasst þar innfrá nær Grundarfirði og niður í Búlandi svo ég lagði bílnum upp á útsýnisstaðinn og labbaði niður í Búland og færði mig svo upp í hlíðina niður fyrir veginn og labbaði undir Höfðanum og þar var bara fínasta veður. En það blasti við mér ófögur sjón þegar ég var búnað ganga dágóða stund undir Höfðanum en þá sá ég ull út um allt og það vakti áhuga minn að þetta var óvenju mikil ull fyrir að vera einhver ull sem hefur dottið af kind svo ég elti slóðina og horfði vel í kring og þá sá ég það að það var hræ af kind neðar í brekkunni og ekkert eftir nema hryggsúlan og hornin svo ég gat ekki greint hvaðan hún væri en þetta hefur verið lambhrútur og mórauður. En þegar ég labbaði svo lengra sá ég legg með ull og klauf og það var ekki alveg mórautt svo líklega hefur þetta verið móbotnóttur hrútur og ef þetta er sá sem ég held að þetta sé það er að segja ef hann er frá mér þá var þetta hrútur undan Hríslu gemling og Grettir sæðingarstöðvarhrút en ég vona svo innilega að það sé ekki rétt hjá mér því ég var virkilega spennt fyrir því að sjá hann í haust. En Emil sá Hríslu um daginn og ekki hrútinn svo það er ansi líklegt að þetta hafi verið hann.

 


Hér er ég á leiðinni að labba undir Höfðanum.

 


Það er mjög skemmtilegt að labba þessa leið en alls ekki fyrir lofthrædda.

 


Hér er hræið sem blasti við mér. Búið að éta það upp til agna.

 


Hér er svo leggurinn frekar hræðileg sjón. 

 


Ég hélt svo göngunni áfram hér fyrir ofan klettana.

 


Hér fer ég svo upp aftur þetta eru klettarnir við veginn fyrir ofan Búlandið.

Ég var svo ánægð að ná þessari göngu í dag því veðrið fór svo bara versnandi og hvessti meira og ringdi líka.

Flettingar í dag: 670
Gestir í dag: 195
Flettingar í gær: 986
Gestir í gær: 320
Samtals flettingar: 726360
Samtals gestir: 48168
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 14:13:39

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar