Embla og Freyja skiptust á að hjálpa mér að fletta upp þyngdinni hjá lömbunum meðan ég var að skrifa dómana niður.
Við vigtuðum lömbin á föstudeginum og meðaltal var 46,3 kg af 122 lömbum. Meðalvigtin í fyrra var 47 kg af 111 lömbum svo það munaði 700 grömmum. Við vorum alveg í skýjunum með útkomuna af dómunum og það besta var að þetta var svo rosalega flottur og jafn hópur bæði hjá hrútum og gimbrum og lærin mikið betri í ár en í fyrra hjá okkur allavega hjá hrútunum við fengum enga með 19 læri í fyrra en náðum svo heldur betur að bæta það upp núna í ár svo framræktin og vinnan er að borga fyrir sig.
 |
Vorum með þessa glæsilegu tertu með kaffinu en hún átti að vera á laugardaginn þegar það átti að smala en af því að við smöluðum fyrr kom Maggi og Rut með hana á föstudagskvöldið og hún var höfð með kaffinu á sunnudeginum og mánudeginum þegar það var stigað. Ég pantaði hana frá Tertugallerý þeir eru alveg snillingar að gera tertur og góð þjónusta.
 |
Gleymdi að setja þessa mynd inn sem Emil tók áður en við fórum að smala á föstudeginum.
Hér er Erika,Embla,ég,Freyja,Hekla,Ágúst og Benóný Ísak inn í Fögruhlíð og tilbúin í að fara upp á fjall.
|
Jæja ætla ekki pína ykkur lengur af spennunni hér kemur útkoman af stiguninni hjá okkur.
|
46 hrútar stigaðir
1 með 91,5 stig
1 með 90 stig
1 með 89,5 stig
4 með 89 stig
3 með 88,5 stig
4 með 88 stig
1 með 87,5 stig
7 með 87 stig
1 með 86,5 stig
7 með 86 stig
6 með 85,5 stig
3 með 85 stig
4 með 84,5 stig
3 með 84 stig
Meðaltal af stigum er 86,7 stig
Meðaltal ómvöðva hjá hrútunum var 33 og hljóðaði svona
1 með 39
3 með 38
3 með 37
3 með 36
3 með 35
7 með 34
6 með 33
4 með 32
4 með 31
9 með 30
1 með 29
2 með 28
Meðalþyngd hrútlamba sem voru stigaðir var 49,7 kg
Meðaltal malir 9
Meðaltal ómfitu 3,4
Meðaltal lögun 4,5
Gimbrar voru 57 stigaðar
Meðaltal ómvöðva var 33,2 og voru 52 af 57 með 30 og yfir í ómvöðva.
Óvöðvi hljóðaði svona
1 með 40
6 með 37
6 með 36
5 með 35
8 með 34
10 með 33
6 með 32
4 með 31
6 með 3
2 með 29
2 með 28
1 með 26
Meðaltal læri 18
Lærastigun hljóðaði svona
7 með 19
12 með 18,5
18 með 18
19 með 17,5
1 með 17
Meðaltal af framparti var 8,9
6 með 9,5
33 með 9
18 með 8,5
Meðaltal lögun gimbra 4,4
6 með 5,0
29 með 4,5
22 með 4,0
Meðaltal ómfitu var 3,6
Þá held ég að þetta sé upptalið hjá mér. Siggi fékk líka mjög flotta og jafna stigun í gimbrunum og var þar ein sem fékk 40 í ómvöðva og 19,5 læri. Hrútarnir voru líka jafnir og ómvöðvinn er orðinn mjög góður og jafn hjá okkur og Sigga og ekki mikið um lömb sem eru undir 30.
Dorrit hjá Kristinn kom verulega á óvart og má segja að hún sé heldur betur að launa líf sitt því hún var ansi tæp í fyrra hún varð afvelta og lömbin villtust undan henni og Kristinn fann hana fyrir algera heppni og Siggi og hann hlúðu að henni og það var selt báðar gimbrarnar hennar í fyrra óstigaðar en þær voru svo fallegar á litinn og gæfar að einn kaupandi féll alveg fyrir þeim. Það var svo ákvörðun Kristins að setja hana á aftur úr því að hún bjargaðist úr þessum hremmingum sem hún lenti í. Svo núna í ár kom hún með hrút og gimbur og gimbrin stigaðist svona 50 kg 34 ómv 3,7 ómf 4,5 lag 9 framp 18 læri 8 ull 9 samræmi og hrúturinn stigaðist svona 57 kg 36 ómv 3,6 ómv 4 lag 110 fótl 8 9 9 9 9 19 8,5 8 9 alls 88,5 stig svo þetta er hörku kind og greinilega flóðmjólkar og hún er tvævettla.
 |
Hér er Freyja og Birta vinkona hennar að klappa Dorrit í sumar.
 |
Þessi glæsilegi hrútur er í eigu Sigga og er undan Glúm hans Gumma Óla og Botníu hans Sigga og hann stigaðist svakalega flott og vonandi setur Siggi hann á hann er mjög spennandi og kindin Botnía er alveg hörku kind.
 |
Þessi móri er seldur hann stigaðist 88 stig með 19 læri og 33 ómv og er undan Óskadís og Blossa.
 |
Þessi er undan Perlu og Alla sæðingarstöðvarhrút og verður settur á.
57 kg 38 ómv 4,9 ómf 4,5 lag 111 fótl
8 9 9,5 9,5 9,5 19 7,5 8 9 alls 89 stig.
Gimbrin á móti honum var með 40 í ómv og 19 læri 9,5 frampart og 51 kg
Svo þetta eru hörku tvílembingar hjá henni Perlu.
Perla 20-016 er undan Ask 16-001 og Gurru 17-016.
 |
Þessi er mjög spennandi líka hann er undan Spyrnu og Þór sæðingarstöðvarhrút.
52 kg 35 ómv 3,8 ómf 4,5 lag
8 9 9,5 9,5 9 19 7,5 8 8,5 alls 88 stig. Bróðir hans er 87,5 stig
 |
Þessi er undan mórauðri kind sem heitir Móna Lísa 14-008 og Byl 22-003
52 kg 38 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 112 fótl
8 9,5 9,5 9,5 9 19 8,5 8 8,5 alls 89,5 stig bróðir hans var svartur líka og er 88,5 stig.
 |
Hér er svo gullið okkar undan Gimstein sem er með grænan fána.
Hann er undan Móflekkóttri kind sem heitir Vaiana.
67 kg 33 ómv 4,7 ómf 4,0 lag 115 fótl
8 9 9 9 9 18 8,5 8 8,5 alls 87 stig.
 |
Ég er ekki hundrað prósent á að þetta sé réttur hrútur á myndinni en annað hvort er þetta þessi rétti undan Kórónu og Klaka eða þetta er undan Klöru og Bassa en þeir eru mjög líkir. Efsti hrúturinn okkar er undan Kórónu og Klaka og var 91,5 stig.
Stigun hans hljóðaði svona:
55 kg 37 ómv 2,5 ómv 5 lag 109 fótl
8 9,5 9,5 9,5 9,5 19,5 9 8 9 alls 91,5 stig.
Bróðir hans var svo 88 stig.
Þessi undan Klöru og Bassa var 90 stig.
Ég veit þetta betur hvor þetta er þegar ég rek inn á morgun fyrir hrútasýninguna hjá okkur.
En allavega þá setjum við þennan hrút á undan Kórónu og Klaka. Klaki er veturgamal hrútur undan Bassa og Brussu.
 |
Hér er hluti af gimbrunum sem við erum að velja úr til ásettnings.
Þessar gráu gimbrar voru mjög öflugar með 36 ómv og tvær með 19 og ein með 18,5 svo þar er mikill hausverkur að velja á milli og setja á.
 |
Hér er svo annar gimbrahópur sem er á lokastigi að vera valin á eftir að skoða aðeins betur en Embla dóttir mín er pottþétt búnað velja þessa gráflekkóttu og svo er þess svarta líka sett á hún er undan Snúru og Glúm og er með 19 læri 5 lag og 35 ómv.
Ein kollótt þrílembingur undan Gimstein er sett á og hún er með grænan fána svo er önnur kollótt undan Svörð sæðingarstöðvarhrút líka sett á hún var mjög góð 47 kg undan gemling 35 ómv 18,5 læri.
Við finnum ekki Blossa mórauða veturgamla hrútinn okkar sem við eigum svo ég ætla að skella mér í smá göngutúr og gá hvort ég geti fundið hann en ég vona að hann sé á lífi en það eru þó sterkar líkur að svo sé ekki því hann kom ekki af fjalli með hinum hrútunum en þeir hafa líka ekki verið hátt uppi heldur bara í kringum Tungu svo það ætti að sjást til hans ef hann er á lífi.
Það er ekki seinna vænna að finna hann því hrútasýning veturgamla er hjá okkur á morgun.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|