Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.09.2023 15:58

Smalað Fróðarheiði að Svartbakafelli og Fögruhlíð að Rjómafossi 15 sept

Hér kemur svo blogg af föstudags smöluninni sem var farin 15 september. Við byrjuðum á að hittast upp í Tungu hjá Sigga og skipuleggja okkur og skiptum okkur í tvo hópa annar hópurinn fer upp á Fróðarheiði og labbar yfir í Svartbakafellið og Tungufell og nágrenni. Hinn hópurinn fer upp í Föghruhlíð og upp í Urðir og Borgir og Ágúst fór svo efst yfir Rjómafoss og yfir í Svartrbakafell og kemur til móts við hina sem koma hinum megin í Svartbakafellið.

 


Hér er hópurinn sem fór í Svartbakafellið. Hannes Adolf Magnússon Eystri Leirárgörðum og sonur hans Tómas, Siggi,Kristinn,Kristinn Jökull sonur hans og vinur hans  Þráinn Sigtryggsson

 


Hér er hópurinn okkar Erika Lilý, Embla Marína og Hekla Mist og Freyja Naómí.

 


Það var frekar vindasamt og kaldara heldur en blíðskapar veðrið sem við fengum í gær. Hér erum við Ágúst bróðir vel vindbarinn.

 


Stelpurnar svo duglegar en núna var farið blása meira og við sjáum rigninguna vera nálgast fjöllin.

 


Það sést núna vel hjá okkur yfir í Svartbakafell og Rjómafoss og núna er ég og stelpurnar að bíða á meðan Ágúst fjallageit gafst upp á hvað við vorum hægar og vildi tölta upp í Fossakinnar og sjá upp í Borgir og Skálina og yfir í Kaldnasarætur að Svartbakafellinu. 

 

 

Hér er Ágúst kominn yfir og nálgast Borgirnar þar er ein golsótt kind með lömb sem hann ætlar að reyna ná yfir í Svartbakafellið.

 


Ágúst náði henni yfir og hér sést glitta í hann lengst upp í Svartbakafelli alveg efst við stóra klettinn.

 


Við höfum aldrei farið svona ofarlega eins og Ágúst er núna hann fylgdi þessari linu yfir og var undir klettunum mér leyst ekkert á hvað hann var ofarlega það er mjög glæfralegt að labba þarna.

 


Hér sjáið þið Svartbakafellið og svo þið gerið ykkur grein fyrir hversu hátt Ágúst er hann er þarna undir klettinum efst á myndinni. Eins og sést á myndinni þá var rigningaskýin að koma hratt að og þau dundu svo yfir okkur og það var algert skýfall og nánast él svo mikið ringdi á okkur og það var erfitt skyggni að sjá yfir í Svartbakafellið en sem betur fer stóð það ekki lengi yfir og létti aftur til svo ég gat leiðbeint Ágústi að færa sig neðar til að vera til móts við Sigga sem kom hinum megin að í Svartbakafellinu.

 


Hér eru Hekla og Freyja búnað vera svo duglegar að smala og orðnar rennandi blautar og þær náðu að standa fyrir meðan ég þurfti að fara aftur upp á fjall og komast fyrir eina kind sem stakk okkur af og sem betur fer náði ég að komast fyrir hana og koma henni niður til þeirra.

 


Á niður leið og regnboginn fylgdi okkur yfir Fögruhlíð.

 


Embla og Erika vel blautar líka orðnar kaldar og þreyttar og voru vel fegnar að fá að komast upp í bíl hjá Emil.

 


Ég var vel blaut og veður barinn líka en þessi 66 norður jakki hélt mér þó talsvert þurri en það náði að blotna út frá rennilásnum.

Friðgeir á Knörr var mættur að fylgjast með okkur koma niður.

 


Komin niður og erum að reka seinustu upp í Tungu.

 


Yndislegu hjónin Þórir frændi og Hildigunnur kíktu upp í fjárhús og voru búnða gera aðra súpu fyrir okkur sem beið okkar inn í Tungu. Við þökkum þeim kærlega fyrir það er svo geggjað að fá heita súpu eftir smölun. Hér er Siggi með þeim hjónum en Siggi hefur verið að smíða fyrir þau í Tankinum á Rifi þar sem þau búa í glæsilegum Olíutank sem er íbúðarhúsið þeirra.

 

Hér er Hannes yfir vigtari og sonur hans það er svo frábært að fá þá á hverju ári.

 


Embla var alveg ástfangin af þessari gimbur undan Gjöf og hún er orðin svo gjæf.

 


Það var eitthvað um fé frá Friðgeiri sem kom í smölun og fleira sem hann tók með sér.

 


Þetta hefði verið svo glæsileg mynd af þeim feðgum ef ljósið hefði ekki verið þarna bak við en þeir voru kátir og strákarnir stóðu sig svo vel að smala þetta var í fyrsta sinn sem þeir koma í smölun og það var eins og þeir hefðu aldrei gert neitt annað. Myndavélin á símanum mínum var líka full af móðu eftir rigninguna svo það spilaði líka inn í gæðin á myndinni.

 

 

Flettingar í dag: 785
Gestir í dag: 220
Flettingar í gær: 986
Gestir í gær: 320
Samtals flettingar: 726475
Samtals gestir: 48193
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 17:11:28

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar