Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.09.2023 11:49

Smalað Hrísar og Búlandshöfða að Föguhlíð 14 sept

Fórum að smala á fimmtudaginn 14 sept Búlandshöfðann í blíðskapar veðri eins og það gerist best. Ágúst bróðir kom alla leið að austan til að smala með okkur ekkert smá frábær og geggjað að fá hann enda alvanur smali og með endalaust þol. Við breyttum smöluninni hjá okkur í staðinn fyrir að smala á föstudag og laugardag fórum við fimmtudag og föstudag út af slæmri veðurspá.

Fyrst byrjuðu Kristinn og Siggi að fara upp á Fróðarheiði og koma svo niður í Hrísar og á meðan fórum við niður í Hrísalandið og Brimisvelli og náðum í þær sem voru þar svo rákum við þetta saman inn í Tungu og fórum svo í hádegismat og smöluðum svo eftir hádegi Búlandshöfðann.

 


Hér er Ágúst með mér fyrir neðan Hrísa.

 


Það er mjög gaman og fallegt að labba fyrir neðan Hrísar þar má sjá gamlar rústir af hleðslu síðan byggð var þar og eins þennan bát sem er gróinn ofan í jörðina.

 


Hér eru Kristinn og Siggi komnir niður og við sameinumst með kindurnar sem ég og Ágúst tókum og þeir og rekum þær inn í Tungu.

 

Það gekk aftur á móti ljómandi vel, ég og Kristinn fórum niður fyrir Búlandshöfða í Búlandið og Siggi og Ágúst bróðir fóru upp í Grensdali og löbbuðu svo upp á fjalli alla leið upp að Kistufelli og yfir að Rjómafossi í Fögruhlíð. Emil var á bílnum og stjórnaði okkur frá veginum svo bættust stelpurnar við eftir skóla og Bói kom líka og fór svo með mér upp í Mávahlíð og við löbbuðum hlíðina fyrir ofan og að Fögruhlíð og Embla og Erika voru fyrir neðan okkur og Freyja og Hekla tóku Mávahlíðarifið með Emil. 

 


Hér er Kristinn kominn niður í Búlandið og byrjaður að reka ég var fyrir ofan því ég þurfti að fara upp í Grensdali og taka kindur sem Ágúst og Siggi ráku niður og koma þeim niður á veg svo þeir gætu haldið áfram að fara upp á fjall.

 


Við Kristinn héldum svo áfram að labba með bil á milli okkar undir Búlandshöfðanum þegar ég var búnað koma hinum niður og það gekk mjög vel og þær sameinuðust og héldu áfram.

 


Hér erum við að reka þær í svo æðislegu veðri en þær sneru nú aðeins á okkur Kristinn og ákváðu að fara upp á öðrum stað en venjulega en það reddaðist með því að Emil var upp á veg til að snúa þeim niður aftur og halda áfram.

 


Við héldum svo áfram undir og yfir í Mávahlíðarhelluna.

 


Ég var heppin að sjá þessar þær voru fyrir neðan Mávahlíðarhelluna alveg lengst innst inni og eins og sjá má á myndinni falla þær vel inn í umhverfið ofan í steinana í fjörunni.

 


Hér erum við að halda áfram út Mávahlíðina.

 


Hér sést hvað veðrið var yndislegt þennan dag Mávahlíðin í allri sinni fegurð með Snæfellsjökulinn í baksýn ég elska þetta útsýni.

 


Við Bói komin upp í hlíð.

 


Hér fáum við stórkostlegt útsýni úr hlíðinni yfir Tröð og Mávahlíð og alla leið út af Ólafsvík.

 


Bói og ég erum komin hér upp undir kletta fyrir ofan Tröð og Fögruhlíð og núna erum við farin að sjá Sigga ,Ágúst og Kristinn koma upp á Sneiðinni og þá meigum við halda áfram út hlíðina að þeim og fara svo niður í Fögruhlíð.

 


Núna erum við að fara niður á leið inn í Fögruhlíð.

 


Þær halda svo áfram hér eftir veginum og Magnús Óskarson kom ásamt Guðmundi Ólafssyni betur þekktur sem Gummi Ólafsvík og Gummi á slatta af kindum í þessu hjá okkur.

Hann og Magnús koma alltaf og hjálpa okkur á hverju ári þegar við smölum þennan hluta.

 


Erika Lilý og Embla Marína duglegir smalar.

 


Flottir smalar að reka heim að Tungu og Hörður í Tröð slóst í hópinn að hjálpa okkur að smala heim á hjólinu sínu.

 


Freyja Naómí og Hekla Mist svo duglegar að smala.

 


Verið að reka eftir veginum fram hjá Kötluholti og inn í Tungu.

 


Hér sést Mávahlíðarfjallið sem við vorum að smala við vorum að labba þessa hlíð alveg upp undir klettum og Siggi og Ágúst fóru upp Grundarfjarðarmegin í Búlandshöfðanum og löbbuðu ofan á fjallinu. Þetta var alveg dásamlegt veður eins og sjá má Holtstjörnin alveg spegil slétt.

 


Þá erum við komin með féið upp að Tungu og rekum inn í girðingu. Kristinn þurfti að hafa hraðann á því hann var að fara henda sér í sturtu og fara syngja á afmælistónleikum Brimisvallakirkju sem áttu að hefjast eftir klukkutíma.

 

 

Þórir Gunnarsson og Hildigunnur Haraldsdóttir komu til okkar og færðu Sigga súpu fyrir smalana. Það var auðvitað lambakjötssúpa sem var alveg rosalega góð og allir voru svo ánægðir og þakklátir fyrir að fá heita og ljúffenga súpu.

 


Það var svo rekið inn og farið yfir hvað er komið og hvað vantar af fé og sótt ókunnugt fé sem heimtist í þessari smölun og það tók alveg tíma fram eftir myrkur og svo endaði dagurinn á þessu stórkostlegu ljósadýrð frá norðurljósunum.
Flettingar í dag: 743
Gestir í dag: 209
Flettingar í gær: 986
Gestir í gær: 320
Samtals flettingar: 726433
Samtals gestir: 48182
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 16:03:57

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar