Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

23.09.2023 11:38

Hrútasýning veturgamla hrúta í Tungu 2023

Hrútasýning veturgamla hrúta fór fram í Tungu í gær og mættir voru 18 hrútar alls til keppnis.

Það voru 27 manns sem mættu það var heldur minna en hefur verið.

Aðeins tveir kollóttir hvítir sem mættu til leiks og 9 mislitir og 7 hvítir hyrndir.

Dómarar voru Jónmundur Magnús Guðmundsson og Logi Sigurðsson.

Það var sjóræningjasúpa hjá okkur sem er lambakjötssúpa með hakki svo var brauð með því og Helga hans Kristins bakaði súkkulaði horn og pizzasnúða og Þurý hans Gumma bakaði skúffuköku. Siggi í Tungu smurði flatkökur með hangikjöti. Við þökkum öllum kærlega fyrir baksturinn og bakkelsið.

 


Glæsileg mynd af vinningshöfunum í öllum flokkum.

 

Fremstur er Kristinn Jónasson með Byl besta mislita hrútinn.

Annar er Embla Marína og Emil Freyr Emilsson með besta kollótta hrútinn.

Friðgeir Karlsson með besta hvíta hyrnda hrútinn.

 


Hér er Birta Líf og Freyja Naómí á hrútunum okkar Ás og Tígull þeir eru svo gjæfir.

 


Hér eru Embla Marína og Erika að klappa þeim líka.

 


Hér er verið að dæma hrútana.

 


Hér er verið að skoða mislitu hrútana sem voru þrír efstir.

 


Hér er Logi að afhenda Kristinn bikarinn fyrir besta mislita hrútinn.

 


Hér er Bylur 22-003 undan 21-702 Húsbónda og 18-016 Randalín.

 

95 kg 41 ómv 5,5 ómf 4 lag 119 fótl

8 9 9,5 9 9 19 8,5 8 9 alls 89 stig.

 

Í öðru sæti var mórauður hrútur frá Ólafi Helgasyni Ólafsvík

Mósi 22-637 undan Kurdó 20-878 og Þuru 18-002

 

97 kg 45 ómv 4,7 ómf 4,5 lag 119 fótl

8 9,5 9,5 9,5 9,5 18,5 8 8 9 alls 89,5 stig.

 

Í þriðja sæti var Tígull 22-002 undan Bikar 17-852 og Hrafney 20-007

hann er frá okkur.

 

96 kg 36 ómv 12,7 ómf 3,5 lag 124 fótl

8 9 9 8,5 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87 stig.

 


Hér er mynd af Tigul.

 

Hér er verið að skoða hvítu kollóttu hrútana.

 


Hér er Guðmundur Ólafsson að færa Emil bikarinn fyrir besta kollótta hrútinn.

Hann er reyndar hugmynd og samvinna okkar Kristins en við sáum um að hann yrði settur á í fyrra til að fara með hann á hrútasýninguna hér og það samráð okkar heppnaðist heldur betur vel og skilaði okkur bikar núna.

 


Ás 22-001 undan Prímus 21-005 og Snúllu 17-101.Frá okkur.

 

106 kg 39 ómv 9,4 ómv 4 lag 126 fótl

8 9,5 9 9 9  19 7,5 8 8,5 alls 87,5 stig.

 

Í öðru sæti var hrútur frá Gunnari á Kolgröfum nr 22-079 Bliki og er undan Ófeig 19-105 og Kollubotnu 19-897.

 

71 kg 37 ómv 5,9 ómf 4,5 lag 119 fótl.

8 8,5 9 9 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 86 stig.

 


Hér er verið að skoða hvítu hyrndu hrútana.

 


Hér er Guðmundur Ólafsson að afhenda Friðgeiri bikarinn fyrir besta hvíta hyrnda hrútinn.

 

 


Hér er Friðgeir með besta hvíta hyrnda hrútinn stórglæsilegur hrútur

 


22-395 Frá Knörr undan 15-376 og 13-930.

 

94 kg 34 ómv 12,8 ómf 3,5 lag 123 fótl.

8 9 9,5 8,5 9 19 8,5 8 9 alls 88,5 stig.

 


Í öðru sæti var hrútur frá okkur sem heitir Klaki 22-005 undan Bassa 21-001 og Brussu 16-008.

 

102 kg 43 ómv 7,8 ómf 4,5 lag 123 fótl.

8 8,5 9 9,5 9,5 18,5 7,5 8 9 alls 87,5 stig.

 

Í þriðja sæti var hrútur frá Jón Bjarna og Önnu Dóru Bergi og heitir Bárður 22-202 undan Víking 18-702 og Fanney 17-011.

 

81 kg 39 ómv 7,5 ómf 4 lag 118 fótl.

8 8,5 8,5 9 9 19  8,5 8 9 alls 87,5 stig.

 

 


Hér eru Ólafur Helgi og Gummi Óla kátir með sýninguna.

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 168
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 1079
Gestir í gær: 260
Samtals flettingar: 726937
Samtals gestir: 48306
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 03:58:12

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar