Hér eru verðlaunahafar fyrir besta ARR hrútinn 2023. Þeir eru allir undan Gimstein.
Sigga Bjarnarhöfn,Ólafur Helgi Ólafsvík og Guðlaug Hraunhálsi.
1.sæti Sigga og Brynjar Bjarnarhöfn með lamb nr 49
51 kg 110 fótl 34 ómv 4,5 ómf 4,0 lag
8 9 8 9 9 18,5 9 8 8 alls 87,5 stig.
2.sæti Guðlaug og Eyberg Hraunhálsi lamb nr 234
52 kg 109 fótl 35 ómv 3,7 ómf 4,0 lag
8 9 8,5 9 8,5 18,5 8,5 8 9 alls 87 stig.
3.sæti Ólafur Helgi Ólafsson Ólafsvík lamb nr 189
57 kg 111 fótl 37 ómv 4,8 ómf 4,0 lag
8 8,5 9 9 9 18 8,5 8 9 alls 87 stig.
 |
Hér eru verðlaunahafar fyrir bestu kollóttu hrútana.
Harpa Hjarðarfelli,Sigga Bjarnarhöfn og Guðlaug Hraunhálsi.
1.sæti Guðlaug og Eyberg Hraunahálsi lamb nr 261 undan Starflóa.
48 kg 108 fótl 39 ómv 5,4 ómf 4,5 lag
8 9,5 9,5 9,5 9,5 20 8 8 8 alls 90 stig.
2.sæti Sigga og Brynjar Bjarnarhöfn lamb nr 38 undan Prímus.
50 kg 108 fótl 3,5 ómf 35 ómv 5 lag
8 9 9 9,5 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 88 stig.
3.sæti Harpa og Guðbjartur Hjarðarfelli lamb undan Valur.
48 kg 109 fótl 34 ómv 2,4 ómf 4,5 lag
8 9 9 9 9 19 8 8 8 alls 87 stig.
 |
Hér eru svo vinningshafar í mislitu hrútunum.
Embla og Erika tóku fyrir okkur svo er Harpa Hjarðarfelli og Jökull Álftavatni.
1.sæti Dísa og Emil Mávahlíð lamb nr 254 undan Byl og Mónu Lísu.
52 kg 112 fótl 38 ómv 2,7 ómf 4,5 lag
8 9,5 9,5 9,5 9 19 8,5 8 8,5 alls 89,5 stig
2.sæti Harpa og Guðbjartur Hjarðarfelli lamb nr 244 undan Krumma.
56 kg 111 fótl 37 ómv 4,4 ómf 4,5 lag
8 9 9,5 9,5 9 19 8,5 8 8,5 alls 89 stig.
3.sæti Gísli Álftavatni lamb nr 3 undan 18-761
46 kg 102 fótl 35 ómv 1,8 ómf 5 lag
8 8,5 9 9,5 9 18,5 8 8 8 alls 86,5 stig.
 |
Hér eru svo vinningshafar fyrir bestu hvítu hyrndu hrútana.
Freyja með fyrir okkur, Arnar Darri Fossi og Harpa Hjarðarfelli.
1.sæti Dísa og Emil Mávahlíð hrútur nr 195 undan Alla sæðingarstöðvarhrút og Perlu.
57 kg 111 fótl 38 ómv 4,9 ómf 4,5 lag
8 9 9,5 9,5 9,5 19 7,5 8 9 alls 89 stig.
2.sæti Helga og Sveinn Fossi hrútur nr 212 undan Síma.
50 kg 105 fótl 41 ómv 4,8 ómf 4,5 lag
8 9 9,5 10 9 19 8 8 8,5 alls 89 stig.
3.sæti Harpa og Guðbjartur Hjarðarfelli hrútur nr 146 undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút.
61 kg 113 fótl 42 ómv 5,0 ómf 5 lag
8 9 9,5 10 10 19 7,5 8 9 alls 90 stig.
 |
Þá var komið af því að afhenda Farandsskjöldinn fagra til eigenda besta lambhrútsins 2023.
Mér finnst alltaf svo mikil heiður að fá Jón Viðar og Lárus Birgisson sem dómara ég hef alltaf litið svo upp til þeirra og búnað fylgjast með þeim dæma frá því að ég var smá krakki inn í Mávahlíð svo ég met miklis að fá þeirra mat og ég er svo þakklát fyrir að fá tvo hrúta í fyrstu verðlaun fyrir okkar ræktun samkvæmt þeirra mati.
 |
Hér eru svo Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir Hraunhálsi.
Þau áttu besta kollótta lambhrút sýningarinnar og fengu svo líka Farandsskjöldinn fagra fyrir sama hrút sem var valinn besti lambhrútur á Snæfellsnesi og Héraðsmeistari. Þessi hrútur var alveg svakalega vel gerður og önnur eins læri hef ég aldrei séð þau voru alveg svakaleg .
 |
Hér eru þau stórglæsileg með glæsilega Héraðsmeistarann 2023 sem er undan Starflóa sem var líka í fyrsta sæti í sínum flokki 2022.
Þetta er alveg svakalega flott ræktun hjá þeim og ég óska þeim innilega til hamingju.
 |
Hér má sjá aftan á hrútinn þeirra og það sést hversu mikið er mótað fyrir miklum læraholdum og ég var meira segja búnað taka mynd af honum fyrirfram því ég var svo viss að hann yrði í verðlaunasæti. Þetta er alveg magnaður hrútur.
 |
Lífland styrkti sýninguna með því að gefa sauðfjárfötur í verðlaun og voru þær veittar fyrir annað sætið í hverjum flokki og svo í öllum sætum í ARR. Sauðfjárræktarfélagið Búi kom með 3 fötur og svo voru 3 fötur frá þeim sem sáu um sýninguna.
 |
Hér er Guðbjartur á Hjarðarfelli sem hélt sýninguna að segja okkur frá gjafabréfi sem veitt var fyrir fyrstu verðlaun í hverjum flokki og það var þriggja rétta kvöldverður á Hótel Snæfellsnes og svo gaf Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis kaffibrúsa,nammi og selen brúsa. Í þriðju verðlaun var svo gjafabréf minnir mig frá KB borgarnesi. Svo það voru mjög rausnarleg verðlaun í boði fyrir alla. Þetta var glæsileg sýning í alla staði og mjög gaman að koma í fjárhúsin hjá Hörpu og Guðbjarti sem eru stór og flott og með góða birtu til að ná góðum myndum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|