Freyja Naómí okkar fagnaði 11 ára afmæli sínu þann 12 desember. Hún hélt upp á það hér heima og bauð nánustu vinum í smá partý.
Hún var vakin á afmælisdaginn með köku og kerti og sungið fyrir hana.
Hér er hún um morguninn að fara opna pakkann sinn. Þetta er alveg einstaklega skemmtilegur afmælisdagur sem hún er búnað bíða svo lengi eftir og svo fær hún alltaf líka fyrstu skógjöfina frá jólasveininum svo spennan var mikil að vakna og byrja þennan frábæra dag svo á Kolur hundurinn hennar ömmu Freyju og afa Bóa líka afmæli sama dag.
Hér eru kræsingarnar fyrir stelpu partýið svo vorum við með heimabakaðar pizzur.
Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.