Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

03.06.2024 14:09

Sauðburður 2024

Sauðburður hófst hjá okkur 26 apríl og lauk 24 maí. Þetta var mjög krefjandi sauðburður í ár og hefur ekki gengið svona illa hjá okkur síðan við byrjuðum mætti segja við vorum alveg einstaklega óheppin í ár. 3 kindur fórust á þessum sauðburði þær fengu svo heiftarlegan doða og við brugðumst skjótt við honum en náðum ekki að komast í veg fyrir það tvær fengu doða eftir burð og ein fékk doða fyrir burð og drapst áður en hún bar. Í kjölfarið af þessu virtist doðinn vera frekar smitandi og margar ær fengu doða eftir burð en náðu sér fljótt. Við misstum 13 lömb í allt það var bæði erfið fæðing og afturfótafæðingar sem voru erfiðar. 2 lömb fengu slefsýki og náðist ekki að bjarga þeim. En að öðru leiti voru lömbin frísk og mjög jöfn og frekar í stærri kantinum. Það var einn gemlingur sem kom með tvö lítil síli og í fyrsta sinn gaf Siggi einu lambi með magaslöngu og svo kom annað lamb sem átti erfiða fæðingu og var tekið heim til að hlýja því og hann gaf því með magaslöngu og það náði sér alveg svo það var mjög gott og kom á óvart hvernig er hægt að bjarga þeim með því að meðhöndla það svona. Ein tvævettla var að eiga í fyrsta sinn og kom það á afturfótum fyrst stór hrútur og átti hún mjög erfiða fæðingu svo daginn eftir byrjaði legið á henni að hvolfast út og ég náði að ýta því inn og setja spaða í hana og hún náði sér svo eftir nokkra daga svo var annar gemlingur sem lenti í þessu líka að það þurfti að setja spaða líka í hann svo það má segja að það hafi gengið á ýmsu hjá okkur þennan sauðburðinn.

Sæðingarnar komu vel út og fengum við auka lamb úr einni sem átti að vera með 3 og kom með 4 svo það voru í heildina 3 kindur sem komu með 4 lömb og það lifði allt hjá tveim en hjá einni drapst eitt lambið það drukknaði í belgnum inn í henni hann var svo þykkur utan um það. Við vorum mjög dugleg að venja undir og það gekk allt saman vel. Við þurftum að venja tvö lömb undir tvær tvílembur því ein ærin sem drapst var með tvö lömb og við tókum sitthvort lambið hjá henni og settum undir þær svo þær eru með 3 undir sér og þær eiga eftir að plumma sig vel því þetta eru mjólkurmiklar ær.

Af sæðingunum voru alls 5 lömb undan Styrmi, 3 undan Úlla, 4 undan Gullmola, 6 undan Jór, 1 undan Laxa, 2 undan Tjald, 2 undan Stein, 1 undan Glitra, 1 undan Anga, 2 undan Bjarka.

 


Ronja Rós ánægð í nýja KB gallanum sínum.

 


Það varð risa skriða yfir gamla veginn við Búlandshöfðann í apríl og það var þetta stóra grjót og svo var vegurinn alveg ófær lengra .

 


Hér sést skriðan yfir veginn. Núna í dag er búið að laga þetta og hægt er að keyra veginn.

 


Raketta gemlingur var fyrst til að bera grári gimbur undan Úlla sæðingarstöðvarhrút.

 


Lára með tvær gimbrar undan Styrmi sæðingarstöðvarhrút hún bar 28 apríl.

 


Dögg með tvo hrúta undan Gullmola sæðingarstöðvarhrút.

 


Díana fékk svo mikinn stálma fyrst að það þurfti aðeins að gefa lömbunum pela fyrstu dagana.

 


Allt orðið klárt kaffi kannan og hilla komin upp fyrir dót.

 


Agúrka gemlingur frá Emblu með lömbin sin undan Grím hans Sigga.

 


Hér er eitt kraftaverka lamb sem var undan gemling mjög erfiður burður og var nánast dautt þegar það kom út en við náðum lífi í það og svo tók Siggi það með heim til sín og gaf því svo í gegnum magaslöngu og það náði sér alveg.

 


Panda með lömbin sín undan Tjald sæðingarstöðvarhrút.

 


Ronja dugleg að hjálpa til þetta lamb var svo lengi að komast á lappir að það þurfti að blása það svo það myndi ekki kólna niður.

 


Stelpurnar svo duglegar í fjárhúsunum.

 


Elísa hans Kristins með fjórlembingana sína tvær gimbrar og tvo hrúta undan Sóla heimahrút.

 


Hér eru stelpurnar með fjórlembingana undan Elísu.

 


Hér er svo Dorrit hans Kristins líka með fjórlembingana sína og það er sama uppskríft tvær gimbrar og tveir hrútar.

Það var vanið undan Elísu tvö og eitt undan Dorrit svo Dorrit var með 3 og Elísa 2 en þegar við vorum búnað sleppa út missti Dorrit eitt lambið sitt það hafði drukknað í skurði svo hún verður með tvö undir sér í sumar.

 


Lömbin eru svo svakalega gæf hjá okkur hér eru stelpurnar að klappa þeim.

 

Ronja Rós með lambið sitt.

 


Emil og Kristinn að klaufsnyrta í fína stólnum sem Bói bjó til fyrir okkur fyrir nokkrum árum.

 


Þetta er allra minnsta lamb sem við höfum fengið og það náði ekki upp í spena svo það þurfti að gefa því með magaslöngu.

 


Það náði að lifa í nokkra daga og var farið að koma kraftur í það en fékk svo slefsýki og dó úr því.

 


Skemmtilegur litur á þessum lambhrút.

 


Lára er með mjög fallegar gimbrar undan Styrmi sæðingarstöðvarhrút.

 


Gyða Sól er með mjög falleg lömb undan Klaka.

 


Fyrsti og annar bekkur komu í heimsókn í fjárhúsin og Selma vinkona mín hjálpaði mér að taka á móti þeim.

Þau voru mjög ánægð að skoða lömbin og svo gáfum við þeim ís áður en þau fóru heim.

 


Ronja og Salka vinkona hennar að skoða lömbin.

 


Mamma hefur það gott á dvalarheimilnu og fagnaði 74 ára afmæli þann 18 maí og við fórum með hana út að borða á Skerinu.

 


Hænu ungarnir hjá Freyju og Bóa þeir komu 17 maí.

 


Freyja að tala við Snærós og hún er svo gjæf að hún kemur til hennar úti.

Við misstum hana Hrafney okkar hún var ein af þeim kindum sem dóu núna á sauðburði svo var það Klara og Birta og við eigum eftir að sjá mikið eftir Hrafney hún var ein af þeim kindum sem ég gat labbað að þegar hún var úti og kallað á hana þá kom hún langa leið frá bara til að fá klapp.

 


Við hjónin á leiðinni á sjómannahóf á sjómannadaginn.

Við tókum sýni úr öllum lömbum sem gátu verið með breytileika og verndandi arfgerð og ég er búnað senda  það inn svo það verður næsta spenna að bíða eftir því hvernig það kemur út.

Flettingar í dag: 2340
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 2904
Gestir í gær: 211
Samtals flettingar: 1052089
Samtals gestir: 63875
Tölur uppfærðar: 21.9.2024 07:34:03

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar