Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
03.06.2024 14:09Sauðburður 2024Sauðburður hófst hjá okkur 26 apríl og lauk 24 maí. Þetta var mjög krefjandi sauðburður í ár og hefur ekki gengið svona illa hjá okkur síðan við byrjuðum mætti segja við vorum alveg einstaklega óheppin í ár. 3 kindur fórust á þessum sauðburði þær fengu svo heiftarlegan doða og við brugðumst skjótt við honum en náðum ekki að komast í veg fyrir það tvær fengu doða eftir burð og ein fékk doða fyrir burð og drapst áður en hún bar. Í kjölfarið af þessu virtist doðinn vera frekar smitandi og margar ær fengu doða eftir burð en náðu sér fljótt. Við misstum 13 lömb í allt það var bæði erfið fæðing og afturfótafæðingar sem voru erfiðar. 2 lömb fengu slefsýki og náðist ekki að bjarga þeim. En að öðru leiti voru lömbin frísk og mjög jöfn og frekar í stærri kantinum. Það var einn gemlingur sem kom með tvö lítil síli og í fyrsta sinn gaf Siggi einu lambi með magaslöngu og svo kom annað lamb sem átti erfiða fæðingu og var tekið heim til að hlýja því og hann gaf því með magaslöngu og það náði sér alveg svo það var mjög gott og kom á óvart hvernig er hægt að bjarga þeim með því að meðhöndla það svona. Ein tvævettla var að eiga í fyrsta sinn og kom það á afturfótum fyrst stór hrútur og átti hún mjög erfiða fæðingu svo daginn eftir byrjaði legið á henni að hvolfast út og ég náði að ýta því inn og setja spaða í hana og hún náði sér svo eftir nokkra daga svo var annar gemlingur sem lenti í þessu líka að það þurfti að setja spaða líka í hann svo það má segja að það hafi gengið á ýmsu hjá okkur þennan sauðburðinn. Sæðingarnar komu vel út og fengum við auka lamb úr einni sem átti að vera með 3 og kom með 4 svo það voru í heildina 3 kindur sem komu með 4 lömb og það lifði allt hjá tveim en hjá einni drapst eitt lambið það drukknaði í belgnum inn í henni hann var svo þykkur utan um það. Við vorum mjög dugleg að venja undir og það gekk allt saman vel. Við þurftum að venja tvö lömb undir tvær tvílembur því ein ærin sem drapst var með tvö lömb og við tókum sitthvort lambið hjá henni og settum undir þær svo þær eru með 3 undir sér og þær eiga eftir að plumma sig vel því þetta eru mjólkurmiklar ær. Af sæðingunum voru alls 5 lömb undan Styrmi, 3 undan Úlla, 4 undan Gullmola, 6 undan Jór, 1 undan Laxa, 2 undan Tjald, 2 undan Stein, 1 undan Glitra, 1 undan Anga, 2 undan Bjarka.
Flettingar í dag: 5747 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1562390 Samtals gestir: 77959 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:18:17 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is