Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.07.2024 11:46

Benóný vígði rennibrautina í Ólafsvík og fleira í júní.

Þann 11 júní var Benóný Ísak fengin til að koma og vígja rennibrautina í Ólafsvík sem hann á mikinn þátt í að hafi komið með samvinnu við Kristinn bæjarstjóra og Kristfriði Rós íþrótta og æskulýðsfulltrúa Snæfellsbæjar. Þetta var búið að vera langþráður draumur að fá að taka þátt í að velja og koma hugmyndum sínum að rennibraut fyrir Ólafsvík. Svo þetta var stór og mikill dagur í hans lífi að fá að klippa á borðann með Kristinn þegar rennibrautin var opnuð formlega og svo tilkynnti hann einnig nafn rennibrautarinnar sem er Hvellur og það var einnig eitt af þeim nöfnum sem hann hafi komið með í hugmyndabankann sem var svo valið úr. Ég náði ekki að vera viðstödd en fékk myndir og snap af honum því ég var með Freyju á fótboltamóti í Vestmanneyjum og við erum alveg rosalega stolt og ánægð af honum Benóný að fá þennan heiður.

 


Hér er svo Benóný og Kristinn að klippa á borðann.

 


Hér er svo Benóný Ísak við rennibrautina.

 


Hér eru krakkarnir með hænu ungana hjá Freyju og Bóa í Varmalæk.

 


Hér erum við komin út í Vestmanneyjar á Tm mótið og hér er liðið sem Freyja er í.

 


Hér eru þær allar saman ásamt þjálfurunum. Þeim var skipt í tvo lið 1 og 2.

 


Hér er Freyja að spila.

 


Flott hérna hún Freyja Naómí.

 


Við Embla gistum í svona tunnu út í dal í tvær nætur og tókum svo tvær nætur í íbúð sem ég fékk og það var mjög fínt. Við fórum til Vestmanneyjar á þriðjudagskvöld svo ég gæti komið með bílinn í bátinn og Freyja gisti með okkur fyrstu nóttina en svo gisti hún í skólanum hinar næturnar. Við vorum búnað græja okkur vel því það spáði rigningu og roki en það slapp svo ágætlega það rigndi mest fyrstu dagana en svo fengum við sól og rok einn dag og svo einn dag sem var bara mjög gott veður. Á seinasta deginum fór ég snemma um morguninn með bilinn yfir í landeyjarhöfn og tók svo Herjólf aftur til Vestmanneyja og við vorum fótgangandi restina af deginum og tókum svo bátinn allar saman þegar Freyja var búnað keppa seinni partinn og það gekk allt saman vel og við keyrðum svo vestur um kvöldið.

 


Hér er svo ein hópmynd af þeim svo flottar stelpur áfram Snæfellsnes.

 


Hér er verið að spila úrslitaleikina og það var alveg æðislegt veður.

 


Ronja Rós tók þátt í landsbankahlaupinu á 17 júní.

 


Ronja Rós bjó til þessa fallegu afmælisköku fyrir mig á afmælisdaginn minn 17 júní.

 


Við fórum til Reykjavíkur 20 júní og Emil fór í Slysavarnaskóla sjómanna og við gistum í ibúð í bænum sem var alveg niður í bæ og rétt hjá þessari sundhöll í Rvk sem Benóný er búnað langa að prófa mjög lengi og núna varð sá draumur að veruleika og við fórum í Sundhöll Reykjavíkur og hún var mjög kósý og fín og hann var mjög ánægður með hana og fór oft á risastóra stökkbrettið sem er þar.

 


Hænu ungarnir stækka hratt og hér er Embla með einn að gefa honum brauð .

 


Ronja elskar að vera með ungana.

 


Það er nú varla frásögufærandi að við mamma fórum í kirkjugarðinn á Brimisvöllum og settum engla hjá pabba og Steina og þá var snarbrjálaðar kríur sem ætluðu að gogga í mömmu og hún fékk engan frið og það endaði með að ein kom og kúkaði á hausinn á henni þær voru alveg rosalega ágengar svo tókum við eftir að það var búið að brotna skiltið hans pabba með nafninu hans það hlýtur að hafa fokið eitthvað á það og brotið það. En við mamma skemmtum okkur vel eða allavega ég var að kafna úr hlátri þegar krían skeit á hana he he alveg ótrúlegt og þær voru ekki eins brjálaðar við mig kanski því ég var með svarta derhúfu en þetta var eftirminnileg ferð og ekki annað hægt en að hlæja af þessu.

 


Þessi mynd var tekin seinnipartinn 26 júní og má segja að það sé eini dagurinn í langann tíma sem var svona góður sumarið hér er búið að vera mjög hráslegt og leiðinlegt og vona ég svo innilega að það fari að koma til okkar.

 


Við Emil áttum svo 9 ára Brúðkaupsafmæli 27 júní og var þessi mynd tekin við fossinn inn í Mávahlíð þar sem brúðkaupið okkar fór fram.

 


Þá er komið að næstu fótboltaferð en nú er ferðinni okkar heitið til Ísafjarðar og hér erum við um borð í Baldri.


Emil fór út með Ronju Rós því hún ældi tvisvar var svo sjóveik.

 


Við ákváðum að keyra firðina og hér er Patreksfjörður og við keyrðum aðeins um þar og tókum bryggjurúnt sem er skylda í hverjum bæ fyrir Emil.

 


Keyrðum að sundlauginni í Tálknafirði en rennibrautin var lokuð svo við slepptum því að fara í hana.

 

Svo hélt leið okkar áfram.

 


Fórum í þessa náttúrulaug í staðinn fyrir Tálknafjörð og hún er alveg æðisleg aðeins lengra en Bíldudalur.

 


Svo eru svona hlaðnir pottar líka.

 


Hér erum við komin á Flateyri en við gistum þar í sumarhúsi gegnum booking og það var mjög fínt. 

Hér erum við í kvöld göngutúr.

 


Það hefði mátt vera hlýrra en það var allavega gott veður en eins og sjá má erum við kappklædd.

Það var einhver bæjarhátíð í gangi á Flateyri þegar við vorum þar og við tókum rölt um svæðið og krakkarnir fóru í hoppukastala og svo fengum við okkur að borða það var verið að selja tælenskan mat og grillaðar pyslur og svo var svona útimarkaður með allskyns vörum til sölu.

Hér erum við komin upp á hið fræga Bolafjall og Benóný leist ekkert allt of vel á það og lét sig nú samt hafa það að fara aðeins út en var eins og ég að deyja úr hræðslu að keyra upp fjallið en það finnst mér verst að vera í bíl að fara upp og niður en ef ég þyrfti að labba væri það ekkert mál enda alvön að smala upp um öll fjöll. En þetta er alveg rosalega hátt og útsýnið alveg sturlað.

 


Hér erum við á útsýnispallinum.

 


Emil er mjög lofthræddur en fór samt og fannst þetta alveg magnað en jafnframt ógeðslegt he he.

 


Sést kanski ekki eins vel á myndinni eins í alvöru en hér erum við að keyra niður og hér sést hvað við erum hátt uppi fyrir ofan næstu fjöll sem sjást hér ofan á þau.

 


Þetta er Bolafjallið sem við vorum ofan á svo þið sjáið hvað þetta er gríðalega hátt og stórt fjall.

Það er fyrir ofan Bolungarvík og svo fórum við auðvitað í sundlaugina á Bolungarvík.

 


Við fórum svo í aðra nýja sundlaug en það var sundlaug Suðureyrar og hún var mjög kósý og fín.

 


Við fengum æðislegt veður á sunnudeginum 30 júní þegar Freyja var að keppa. Þeim gekk mjög vel þær unnu tvo leiki og töpuðu einum mjög flott hjá þeim.

Þær spiluðu á Ísafirði.

 


Hér er Freyja að fara skjóta á markið.

 


Freyja í harðri sókn.

 


Við gistum svo eina nótt í viðbót og tókum íbúð eða lítin bústað inn á Ísafirði og héldum svo heim á leið á mánudeginum 1 júlí og komum við á Súðavík í Raggagarð sem er alveg æðislegur garður fyrir krakkana og þeim fannst það mjög gaman.

 


Hér er hluti af garðinum svo flott leiktæki.

 


Benóný Ísak í Raggagarði.

 


Komum við hér á leiðinni heim og þetta er Litlibær í Skötufirði  og var byggður 1895 og þar bjuggu tvær fjölskyldur og það var mjög gaman að koma þarna og sjá hvernig þetta var mikið af gömlu dóti frá þessum tíma og við fengum svo að setjast á efri hæðina og fengum dýrindis vöfflur og heitt kakó og kaffi alveg yndislegt að koma þarna við.


Hér erum við uppi að borða og skoða.

 


Við keyrðum fram hjá þessari náttúrulaug en hún heitir Hörgshlíðarlaug en það voru nokkrir í henni svo við fórum ekki í hana heldur ákváðum að keyra hringinn um fjörðinn.

 


Komum þá að þessari náttúruparadís í Heydal og fengum að borga okkur inn í sundlaugina sem var alveg æðisleg allt í trjágróðri sem er verið að rækta í gróðurhúsi sem er með sundlaug þetta er í botni Mjóafjarðar og svo er heitur pottur inni líka og svo hlaðnir náttúrupottar úti og svo er hægt að labba lengra og fara í aðra náttúrulaug en við fórum ekki í hana en eigum klárlega eftir að fara þarna aftur prófa þá að gista og prófa veitingarstaðinn sem leit rosalega vel út og svo er hægt að fara þarna á tjaldstæði eða fá gistingu. Benóný var búnað sjá þessa sundlaug á netinu og við vorum alveg hundrað prósent á því að finna hana og prófa.

 


Krakkarnir voru alveg að elska þennan kaðal sem hægt var að sveifla sér í og láta sig detta í laugina.

 


Svo er þessi heitipottur inni líka.

 


Þessir heitupottar eru svo hlaðnir með steinum og eru fyrir utan sundlaugina.

 


Hér eru Freyja og Ronja að taka sandinn úr botninum og leika sér.

 


Hér er mynd af Freyju þegar hún var að keppa á Ísafirði.

Jæjaj þá er ég búnað koma flestu fyrir hér sem er búiða að vera gerast hjá okkur í júní.

 

Arfgerðarsýnin eru svo komin hjá okkur og komu bara mjög vel út.

 

R 171 eru 10 gimbrar og 17 hrútar

H 154 eru 19 gimbrar og 14 hrútar

C 151 eru 4  gimbrar og 2 hrútar

N 138 eru 7 gimbrar og 4 hrútar

T 137 er 1 gimbur og 1 hrútur

Í heildina eru 73 gimbara og af þeim eru 40 með breytileika og 33 hlutlausar

Í heildina eru 70 hrútar og af þeim eru 38 með breytileika og 32 hlutlausir

 

Við vorum svo áfram óheppin þegar leið á sumarið við misstum tvær kindur í viðbót það var Dorrit hans Kristins hún hefur fengið bráðajúgubólgu og fannst dauð svo var það gemlingur frá okkur hún Bessa hún fannst dauð og hefur líklegast verið keyrt á hana. Svo héldum við einum gemling eftir í girðingunni en hún var komin með júgurbólgu líka og fékk pensilin kúr en hún á ekki eftir að ná að lagast greyjið svo hún mun örugglega vera ónýt og það er hún Lína undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút og það er mjög leiðinlegt hún er svo stór og falleg og lofaði góðu sem framtíðarær.

En það er búið að vera allt til friðs eins og er og vona ég svo innilega og bið að það muni haldast og þau fái nú að dafna vel í sumar og koma falleg heim í haust lömbin því við sáum mikið af þeim eftir rigningar tímabilið mikla í byrjun júni að mörg lömb voru með skitu og hefur það örugglega verið fóðurtengt því gróðurinn fór hægt af stað en hefur svo tekið við sér og þá voru bæði kindurnar og lömbin með mikla skitu en ekki hefur þetta verið hníslasótt því þau eru öll búnað ná sér núna og orðin þurr að sjá svo ég ætla bara vera bjartsýn og vongóð að þetta verði allt í góðu hjá okkur núna.

 

Flettingar í dag: 2256
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 2904
Gestir í gær: 211
Samtals flettingar: 1052005
Samtals gestir: 63874
Tölur uppfærðar: 21.9.2024 06:40:36

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar