Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

03.08.2024 19:53

Heyskapur í Kötluholti

Heyskapur hófst aftur núna á föstudag þá var slegið í Kötluholti og Tungu og það er stefnt að því að klára að heyja um verslunarmannahelgina sem er núna

Það var svo byrjað að rúlla núna á laugardag og það var allt í góðu fyrst  og mjög gott veður og brakandi þurrkur en það var búið að vera frekar blaut túnin því það er

búið að rigna svo mikið síðast liðna daga. En aftur að heyskap þá gekk vel fyrst eins og ég sagði en svo fór að blása og gerði miklar rokur svo við ákváðum að stoppa og kíkja aftur á það

eftir kvöldmat.

 


Hér eru Kristinn og Emil að slá inn í Kötluholti.

 


Ég labbaði með Ronju og Freyju upp á Hofatjörn í dag fyrir ofan Kötluholt og Ronja fann þessa flottu fjöður.

 


Hér er Freyja að veiða síli í tjörninni en ég fór að finna betra skjól það var svo hvasst þarna upp frá.

 


Hér erum við komnar í skjól og fengum okkur nesti.

 


Hér er svo Emil að fara rúlla inn í Kötluholti.

 


Það var farið heim í mat og svo kíkt aftur og þá var ekki eins mikið rok og gekk vel að raka saman og rúlla.

 


Fór svo smá kindarúnt á leiðinni heim og Freyja hitti Einstök og hún kom til hennar til að fá klapp er svo gjæf og góð kind.
Flettingar í dag: 2256
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 2904
Gestir í gær: 211
Samtals flettingar: 1052005
Samtals gestir: 63874
Tölur uppfærðar: 21.9.2024 06:40:36

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar