Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

27.08.2024 12:17

Göngutúr og kindur 27 ágúst.

Ég þurfti að fara inn í Grundafjörð í morgun og var þá litið upp í hlíð og sá þar Mónu Lísu sem ég hef ekki séð í allt sumar og ég er mjög spennt að sjá hvernig hrúturinn hennar er svo ég ákvað í bakaleiðinni að keyra upp gamla veginn í Búlandshöfðanum og leggja bílunum og læðast upp að henni og sá svo að Lóa var þar líka með lömbin sín. Þetta gekk svo ljómandi vel og ég náði að taka mynd af lömbunum og fékk meira segja Lóu til að koma til mín og fá klapp og klór hún er alveg yndislegur karekter er alls ekki allra og gerir upp á milli hver má klappa henni og svo getur hún átt þetta til og komið til mín úti alveg yndisleg.

 


Hér er Lóa 18-012 með lömbin sín undan Grím 23-443.

 


Mjög falleg lömb hjá henni.

 


Hér er Móna Lísa 14-008.

 


Hún var tvílembd í vor en annað lambið hennar dó í burði og hún fóstrar þessa gimbur sem er þrílembingur undan Einstök og Jór sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er svo fallegi hrúturinn hennar sem ég var svo spennt að sjá hann er undan Anga sæðingarstöðvarhrút og er með hlutlausan fána gulan.

 


Ég er mjög hrifin af honum og hlakka til að sjá hvernig hann stigast.

 


Hér er betri mynd af gimbrinni hennar Lóu.

 


Hér er svo hrúturinn á hlið.

 


Voru svo mikið að spá í mér þannig að það auðveldaði mér að taka fleiri myndir af þeim.

 


Hér kemur svo ein sjálfsmynd af okkur Lóu he he.
Flettingar í dag: 2256
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 2904
Gestir í gær: 211
Samtals flettingar: 1052005
Samtals gestir: 63874
Tölur uppfærðar: 21.9.2024 06:40:36

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar