Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.08.2024 11:34

28 ágúst rúntur

Ég rakst á nýjar kindur í dag sem ég hef ekki séð það voru Gurra,Perla dóttir Gurru og svo Sól sem er undan Gurru líka og svo kollótt frá Jóhönnu hún Snúlla.

Þær voru upp í Fögruhlíð fyrir ofan Rauðskriðumel. Svo var ég að rúnta gamla veginn fyrir ofan Mávahlíð og sá að þar var hópur á leið inn fyrir Höfða fyrir neðan veginn og þær hafa tekið á rás því 

Snorri Rabba var með hundana sína niður á Hellu örugglega að leita af mink og ég var svo heppin að þær runnu allar í áttina að mér svo ég lagði bílnum og sökk af stað niður fyrir veg og náði myndum af  þeim þegar þær voru komnar inn eftir.

 

Hér er Perla 20-016 með gimbrina sína undan Klaka 22-005

 


Hér er hin gimbrin á móti.

 


Hér er svo Perla með báðar gimbrarnar sínar mjög fallegar þær eru fæddar þrílembingar.

 


Hér er Snúlla 17-101 frá Jóhönnu með hrútana sína undan Prímusi 21-005.

 


Þeir virka mjög stórir og fallegir. Þeir eru báðir með gula fána.

 


Hér er Gurra 17-016 með lömbin sín en eitthvað hefur nú skeð fyrir þennan hrút hjá henni annað hvort hefur hann villst undan henni eða eitthvað er að júgranu hjá henni því gimbrin er alveg stór og falleg og hún er með gulan fána og  H 154 ljósgrænan fána en hann alger kettlingur en hann er með gulan og grænan fána R 171.  Lömbin hennar eru þrílembingar fæddir en ganga tvö undir og eru undan Boga 23-637. 

 


Hér er Spyrna 21-019 með gimbrar undan Vind 23-004 önnur gimbrin sú hvíta er með gulan fána og H 154 ljósgrænan.

en sú gráa er með tvo gula fána.

 


Hér sjást þær betur.

 


Hér er mjög þétt og falleg gimbur sem gengur undir Sól 23-008 gemling og er undan Díönu 22-019 og Úlla 22-914 sæðingarstöðvarhrút og hún er með ljósgrænan fána C 151 og gulan fána.

 


Hún virkar mjög stór og hefur Sól mjólkað henni vel en Díana fékk júgurbólgu í vor og gimbrin var tekin undan henni og Sól missti lambið sitt í fæðingu.

 


hér er Sól og gimbrin.

 


Hér er Álfadís hans Kristins með hrútana sína undan Bjarka 23-922 sæðingarstöðvarhrút.

Annar þeirra er með gulan og grænan fána R171 en hinn er bara með gulan fána.

 


Hér er Díana 22-019 með hrútinn sinn undan Úlla 22-914 og hann er með gulan fána og ljósgrænan C 151.

 


Hér er Branda 22-012 með lömbin sín undan Grím 23-443 þau eru bæði með gula fána.

 


Hér er hrúturinn.

 


Hér er gimbrin.

 


Hér er hrútur undan Gurru 17-016 og Boga 23-637 sem gengur undir Ófeig 22-016 hann er með gulan og grænan fána R 171.

 


Rakst svo á hana Epal 20-014  hún er með gimbrar undan Boga 23-637 og önnur þeirra er með gulan og ljósgrænan fána H 154.

Hún átti svo að vera með hrút undan Birtu líka sem var vanin undir hana því Birta dó á sauðburði en ég sá hann ekki með henni svo það er spurning hvort hann hafi villst undan eða drepist. 

 

Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 900
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 1350250
Samtals gestir: 74526
Tölur uppfærðar: 29.1.2025 00:11:48

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar