Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.09.2024 07:45

Smalað upp á Fróðarheiði og að Geirakoti

Fengum smá æfingu á fimmtudaginn þegar við fórum að smala með Kristinn með því að hitta hann í jakkafötunum upp að Valavatni þar sem hann var að koma úr beint úr Reykjavík af fundi og Helga var mætt með göngufötin fyrir hann svo hægt væri að skella sér af stað sem fyrst. Gummi Óla og Óli Helgi voru búnað vera smala niðri í Geirakoti og i kring á meðan þeir voru að bíða eftir okkur og Maggi frændi Gumma var líka mættur að hjálpa þeim hann kemur alltaf á hverju ári til að hjálpa Gumma. Stelpurnar mínar komu spenntar heim úr skólanum og tilbúnar í að fara smala.

 


Freyja var með mér og Kristinn og svo fóru Embla og Erika á eftir kindum sem við sáum og þær eltu þær niður

það versta var að þær gleymdu báðar símanum svo ekki var hægt að ná á þær.

 


Hér útsýnið að Ólafsvík.

 


Hér sést að Kristinn er að fara upp fyrir kindurnar ef vel er að gáð.

 


Hér er Magnús Óskarsson með hundinn sinn að koma tveim lömbum niður.

 

Hér eru þær svo komnar inn í aðhaldið sem er við Fróðá. Það varð smá eltingarleikur hjá Kristinn því ein tók upp á því að hlaupa 

fram að Geirakoti en hann náði að komast fyrir hana og reka hana niður svo voru þær frekar óþekkar þegar þær komu niður og fóru inn í

girðingu hjá Freyju og Bóa og svo inn í hestagriðinguna og hestarnir voru í svo miklum leik að þeir eltu kindurnar út um allt en svo fór þetta

 allt vel að lokum og við náðum öllu inn. Ég held þetta hafi verið milli 25 til 30 stykki í heildina og var bæði frá Friðgeiri á Knerri og Óla Ólafsvík.

Friðgeir tók sínar upp á kerru og svo tóku þeir Óla kindur frá og Gummi og þeir ráku þær inn í Bug.

Flettingar í dag: 1401
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 2904
Gestir í gær: 211
Samtals flettingar: 1051150
Samtals gestir: 63861
Tölur uppfærðar: 21.9.2024 04:53:11

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar