Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
22.09.2024 11:09Seinni smölun Fróðarheiði að Svartbakafelli og HrísarÁ laugardaginn var seinni smölun hjá okkur við byrjuðum á því að hittast inn í Tungu hjá Sigga kl 9 um morguninn og fengið sér kaffi og langt á ráðin hvernig dagurinn verður. Siggi, Kristinn,Hannes, Tómas sonur Hannesar, Jói tengdasonur Kristins, Bói, stelpurnar Embla ,Erika og Freyja fóru öll upp á Fróðarheiði og munu ganga þar upp skipta sér svo niður þannig að sumir fara niður í Hrísar og hinir halda áfram yfir í Svartbakafellið.
Maja,Óli,Karítas og ég og Benóný fórum upp inn í Fögruhlíð og skönnuðun það svæði svo fór ég og Benóný aftur niður og fórum upp inn í Hrísum og Danni hennar Karítas kom með mér upp hjá Brimisvöllum því það var þvílik ferð á kindunum sem Kristinn og Embla komu með niður og Danni náði að komast fyrir þær og reka þær niður og ég hélt svo áfram að fylgja þeim niður en svo kom smá hvarf meðan ég var að fikra mig niður og þá sneru þær á mig og stungu mig af. Danni tók þá sprettin á eftir þeim og náði að komast fyrir 4 og við náðum að reka þær. Kristinn hélt svo áfram á eftir þeim sem sluppu en þær fóru alveg upp í Kjartansgil við Geirakot og Emil náði að fara og hjálpa Kristinn og náði að komast fyrir þær en þær tóku svo bara straujið áfram og voru komnar langleiðis að Fórna Fróðaá þá ákváðu Emil og Kristinn að játa sig sigraða og leyfðu þeim að fara og komu og héldu áfram með okkur að koma hinum niður að Tungu. Þetta gekk svo allt saman vel og Maja,Óli,Siggi,Karítas,Tómas,Jói,Hannes og Erika komu svo frá Fögruhlíð með dágóðan hóp sem var óþekkur við þau á tímabili og Hörður og Sigurborg í Tröð komu til þeirra í Fögruhlíðina og aðstoðu við að koma þeim á rétta leið niður að vegi.
Þetta var frábær dagur með frábærum og duglegum smölum. Við erum svo innilega þakklát fyrir að fá svona frábæra aðstoð og skemmtilegan félagsskap. Jóhanna og Helga hans Kristins sáu svo um að græja kaffið og veitingarnar fyrir okkur inn í Tungu. Jóhanna bakaði brauð og Helga gerði kjúklíngasúpu,súkkulaðihorn og pizza snúða og ég gerði eina stóra marens tertu og ostasalat svo voru terturnar frá Tertugallerý . Súpan og brauðið hjá Helgu og Jóhönnu var alveg dásamlega gott þær eru alveg snillingar. Það mættu svo nokkrir til okkar eins og Telma dóttir Kristins með litlu yndislegu Helgu sem var mjög ánægð með snígilinn hans Sigga sem spilar lög og hefur vakið lukku hjá öllum litlum börnum. Björn Jónsson eða Bjössi eins og hann er kallaður mætti til okkar að sjá kindurnar og kíkti smá í kaffi. Pétur og Lovísa kíktu með barnabörnin og Selma vinkona mín kom með strákana sína en ég hitti þau svo eftir smá því við Kristinn og Emil fórum að sækja eina kind og lamb sem varð eftir fyrir neðan Hrísar og var hún frekar óþekk að fara inn en það hafðist að lokum. Ég ,Emil og Tómas náðum svo líka tveim lambhrútum sem voru tveir saman inn í Hrísum og urðu eftir.
Eftir kaffið var farið í að klippa rass ullina af kindunum og Siggi hélt í kindurnar og ég og Kristinn klipptum og svo var Friðgeir frá Knörr með rafmagns klippur og hann var á klippunum að klippa og Emil og Hannes með honum svo þetta alveg skot gekk hjá okkur og frábært að fá svona frábæra hjálp. Við fórum svo yfir kindurnar í leiðinni hvort það væri í lagi með júgrað á þeim eftir sumarið og það reyndust margar ungar kindur vera með júgurbólgu og ónýtt júgra eftir kalda vorið sem við fengum mjög leiðinlegt það voru allavega 3 veturgamlar hjá mér sem eru ónýtar og ein tvævettla.
Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is